Dauðum köttum fargað án vitundar eigenda Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Dýrahræ sem finnast í Hafnarfirði eru færð á þjónustumiðstöð bæjarins áður en þau eru grafin á stað sem kallaður er "Tippurinn“, fyrir ofan bæinn. Nordicphotos/Getty Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira