Eldra fólk frekar með fordóma Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Juan Camilo og Anna Lára fræða Íslendinga um fordóma og fjölmenningu í verkefninu Vertu næs á vegum Rauða Krossins. Fréttablaðið/Vilhelm „Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
„Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira