Innlent

Fá sveitarfélög nýta sér læsisverkefni

Sveinn Arnarsson skrifar
Ráðherra leggur mikið upp úr að efla lesskilning skólabarna.
Ráðherra leggur mikið upp úr að efla lesskilning skólabarna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Menntamálastofnun er aðeins í samstarfi við ellefu af 74 sveitarfélögum landsins um að efla læsi. Menntamálaráðherra fór af stað með þjóðarátak um læsi fyrir um átta mánuðum.

„Eins og staðan er í dag hefur læsisteymið verið í virku samstarfi við ellefu sveitarfélög sem hefur farið fram með fjölbreyttum hætti og er skipulagt út frá beiðni hvers sveitarfélags eða skóla,“ segir Andrea Anna Guðjónsdóttir, ráðgjafi í læsisverkefni Menntamálastofnunar.

Fimm af níu sérfræðingum sem ráðnir voru í læsisteymi Menntamálastofnunar hafa sagt upp störfum. Hinn sjötti sagði upp en eftir fundi með yfirstjórn stofnunarinnar vegna samskiptaerfiðleika ákvað hann að draga uppsögn sína til baka.

Menntamálastofnun var ein þeirra stofnana sem komu hvað verst út í könnun á starfsánægju innan opinberra stofnana. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×