Innlent

Iðnaðarráðherra fór til Georgíu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Skrifað verður undir fríverslunarsamning við Georgíu.
Skrifað verður undir fríverslunarsamning við Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði með ráðamönnum í Georgíu í byrjun viku. Markmið heimsóknarinnar var að kynna íslensk fyrirtæki á sviði orkunýtingar og fleiri greina.

Ragnheiður Elín átti meðal annars fund með Dimitry Kumsishvili, ráðherra efnahagsmála og sjálfbærrar þróunar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir um samskipti landanna og möguleika á frekari samstarfi þeirra á ýmsum málasviðum, svo sem varðandi orkumál, sjávarútveg og ferðaþjónustu.

Skrifað verður undir fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Georgíu síðar í mánuðinum. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×