Innlent

Opinberun gagna breytti stöðunni í rannsóknum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
„Öll þessi Panamamál eru í vinnslu og ekki tímabært að tjá sig um þau sérstaklega,“ svarar Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri þegar hann er spurður um gang mála.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri Fréttablaðið/Anton Brink
Í byrjun apríl kom fram í Fréttablaðinu að ríkisskattstjóri hefði krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Skúli Eggert segir gagnaopnun Reykjavik Media í byrjun maí, þar sem hægt er að leita í skjölunum, hafa breytt stöðunni.

„Aðgangurinn er áhugaverður en nokkuð takmarkaður. Þau gögn voru til fyllingar því sem til var fyrir og að því leyti gagnleg,“ segir hann en bætir við að hann geti ekki tjáð sig frekar um málið. Vinnslan muni taka nokkurn tíma, sennilega út árið, og því ekki frekari upplýsingar að fá að sinni. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×