Innlent

Beittu piparúða gegn ökumanni

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti piparúða gegn ökumanni sem grunaður var um ölvun við akstur í nótt. Hann varð „mjög illur“ þegar hann átti að gefa öndunarsýni samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Eftir að hann var stöðvaður og beðinn um öndunarsýni þurftu lögregluþjónar að beita piparúða til að yfirbuga manninni.

Að því loknu var hann fluttur á lögreglustöð og blóð dregið úr honum. Þá var hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×