Aðskotahlutur fannst í Hleðslu frá MS: Segja þetta ekki vera kjöt- eða fiskafurð Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 13:34 Aðskotahluturinn sem Halldóra fann í Hleðsludrykknum. Vísir/Facebook Fyrstu niðurstöður á rannsókn á aðskotahlut sem fannst í Hleðslufernu frá Mjólkursamsölunni gefa til kynna að ekki sé um kjöt- eða fiskafurð að ræða. Halldóra H. Halldórsdóttir birti ljósmynd á Facebook-síðu sinni í gær þar sem sjá mátti aðskotahlutinn. Sagði Halldóra að einkennilegt bragð hefði verið af Hleðslu-drykknum, sem er próteindrykkur frá MS. Hún sagðist hafa fundið myglubragð en við nánari eftirgrennslan kom þessi aðskotahlutur í ljós. MS segir líklegustu útskýringuna vera þá að hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að fjögurra til fimm sentímetra hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í. Segist MS ætla að fara nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. MS tekur fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu. Halldóra kvartaði undan innihaldinu við MS en segir móttökurnar ekki hafa verið blíðar og hún sökuð um lygar. Í tilkynningunni frá MS segir að þær móttökur sem Halldóra fékk hafi ekki verið í samræmi við verklag fyrirtækisins.Tilkynningin frá MS í heild sinni:Í tilefni af ábendingu um galla í Hleðslu drykk frá MSVegna ábendingar um aðskotahlut í Hleðslu drykk vill MS koma því á framfæri að um leið og ábending barst fyrirtækinu var málið sett í formlega skoðun innan MS og sýni sent Matís til skoðunar. Fyrstu niðurstöður staðfesta að ekki var um kjöt- eða fiskafurðir að ræða. Líklegasta skýringin á þessum tímapunkti er sú að ákveðin hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að 4-5 cm hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í.Farið verður nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.Vegna ljósmyndar af innihaldi drykkjarins vill MS taka fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Hvorki kjúklingur né fiskur er notaður sem hráefni í vörur MS. Þetta á við um öll vinnslurými MS, þar með talið svæðið þar sem Hleðslu drykkur er framleiddur. Hráefnin sem notuð eru í vinnslurými Hleðslu eru hágæða íslensk prótein, bragðefni og bindiefni. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu. MS tekur öllum ábendingum er varða gæði vara fyrirtækisins alvarlega, enda er fyrsta skylda MS að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við framleiðum.Þá vill MS koma því á framfæri að móttökur þær sem viðskiptavinur fékk þegar hann lét vita af galla í Hleðslu drykknum voru ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins og harmar MS þær og biðst velvirðingar á þeim.Ari EdwaldForstjóri Mjólkursamsölunnar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fyrstu niðurstöður á rannsókn á aðskotahlut sem fannst í Hleðslufernu frá Mjólkursamsölunni gefa til kynna að ekki sé um kjöt- eða fiskafurð að ræða. Halldóra H. Halldórsdóttir birti ljósmynd á Facebook-síðu sinni í gær þar sem sjá mátti aðskotahlutinn. Sagði Halldóra að einkennilegt bragð hefði verið af Hleðslu-drykknum, sem er próteindrykkur frá MS. Hún sagðist hafa fundið myglubragð en við nánari eftirgrennslan kom þessi aðskotahlutur í ljós. MS segir líklegustu útskýringuna vera þá að hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að fjögurra til fimm sentímetra hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í. Segist MS ætla að fara nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. MS tekur fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu. Halldóra kvartaði undan innihaldinu við MS en segir móttökurnar ekki hafa verið blíðar og hún sökuð um lygar. Í tilkynningunni frá MS segir að þær móttökur sem Halldóra fékk hafi ekki verið í samræmi við verklag fyrirtækisins.Tilkynningin frá MS í heild sinni:Í tilefni af ábendingu um galla í Hleðslu drykk frá MSVegna ábendingar um aðskotahlut í Hleðslu drykk vill MS koma því á framfæri að um leið og ábending barst fyrirtækinu var málið sett í formlega skoðun innan MS og sýni sent Matís til skoðunar. Fyrstu niðurstöður staðfesta að ekki var um kjöt- eða fiskafurðir að ræða. Líklegasta skýringin á þessum tímapunkti er sú að ákveðin hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að 4-5 cm hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í.Farið verður nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.Vegna ljósmyndar af innihaldi drykkjarins vill MS taka fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Hvorki kjúklingur né fiskur er notaður sem hráefni í vörur MS. Þetta á við um öll vinnslurými MS, þar með talið svæðið þar sem Hleðslu drykkur er framleiddur. Hráefnin sem notuð eru í vinnslurými Hleðslu eru hágæða íslensk prótein, bragðefni og bindiefni. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu. MS tekur öllum ábendingum er varða gæði vara fyrirtækisins alvarlega, enda er fyrsta skylda MS að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við framleiðum.Þá vill MS koma því á framfæri að móttökur þær sem viðskiptavinur fékk þegar hann lét vita af galla í Hleðslu drykknum voru ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins og harmar MS þær og biðst velvirðingar á þeim.Ari EdwaldForstjóri Mjólkursamsölunnar
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira