Lögreglumanninum boðið starfið sitt aftur Una Sighvatsdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Fíkniefnalögreglumaður sem sætti ásökunum um spillingu hefur ekki ákveðið hvort hann muni fara fram á skaðabætur. Málið var fellt niður í gær, eftir ítarlega rannsókn sem leiddi ekkert saknæmt í ljós og mun hann nú snúa aftur til starfa. Tæplega hálft ár er nú liðið síðan lögreglumanninum var vikið frá störfum á meðan ásakanir um spillingu á hendur honum voru rannsakaðar. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að þessi viðbrögð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið allt of hörð. „Við hefðum viljað sjá embættið bregðast öðru vísi við og gæta samræmis og sannmælis í ákvörðunartöku sinni. Í svona málum höfum við verið að sjá það að ákvörðunartakan um að víkja mönnum frá tímabundið virðist vera mjög handahófskennd eftir því hvaða mál er um að ræða og jafnvel hvaða einstaklinga er um að ræða,“ segir Snorri.Klofningur innan deildarinnar Niðurstaða héraðssaksóknara er afdráttarlaus um að enginn fótur hafi verið fyrir ásökununum á hendur lögreglumanninum. Þær virðast hafa sprottið upp úr ágreiningi meðal starfsmanna fíkniefnalögreglunnar. Landssambandið fer nú fram á að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lýsi opinberlega yfir trausti á lögreglumanninn. Snorri segir að mál sem þessi hafi áhrif á líðan og starfsöryggi lögreglumanna almennt. „Það gerir það að sjálfsögðu, því starf okkar er einu sinni þannig að það er ekkert flókið að henda svona ásökuknum út í loftið. Við þeim verður að sjálfsögðu að bregðast ef þær koma fram, en það verður þá að gera með samræmdum hætti og að alls meðalhófs sé gætt. Því þetta eru mjög alvarlegar og íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem eru teknar í þessum málum.“ Rýri ekki traust á lögreglunni Aðspurður segist Snorri vissulega hætta á því að mál eins og þetta og fleiri sem borið hefur á innan lögreglunnar undanfarin misseri hafi neikvæði áhrif á traust almennings gagnvart lögreglu. „Það getur gert það þá en ég vona ekki, og ég vona að fólk átti sig á því að þessi mál eru skoðuð komi þau upp. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er gert. Það er farið mjög ítarlega yfir svona mál þegar þau koma fram og þau rannsökuð algjörlega ofan í kjölinn eins og sést berlega á þessari rannsókn héraðssaksóknara í þessu máli.“Snýr aftur til starfa á næstu dögum Snorri segir að eftir eigi að skoða í samráði við lögreglumanninn sjálfan og lögmann Landssambandsins hvort farið verði í skaðabótamál vegna tekju- og ærumissis lögreglumannsins, en komi til þess muni lögreglumaðurinn njóta fullan stuðning félagsins. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er erlendis og hefur ekki tjáð sig um málið í dag en þær upplýsingar fengust frá aðstoðarlögreglustjóra að lögreglumanninum hafi í dag verið boðið að mæta aftur til fyrri starfa og að hann muni gera það á næstu dögum. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fíkniefnalögreglumaður sem sætti ásökunum um spillingu hefur ekki ákveðið hvort hann muni fara fram á skaðabætur. Málið var fellt niður í gær, eftir ítarlega rannsókn sem leiddi ekkert saknæmt í ljós og mun hann nú snúa aftur til starfa. Tæplega hálft ár er nú liðið síðan lögreglumanninum var vikið frá störfum á meðan ásakanir um spillingu á hendur honum voru rannsakaðar. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að þessi viðbrögð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið allt of hörð. „Við hefðum viljað sjá embættið bregðast öðru vísi við og gæta samræmis og sannmælis í ákvörðunartöku sinni. Í svona málum höfum við verið að sjá það að ákvörðunartakan um að víkja mönnum frá tímabundið virðist vera mjög handahófskennd eftir því hvaða mál er um að ræða og jafnvel hvaða einstaklinga er um að ræða,“ segir Snorri.Klofningur innan deildarinnar Niðurstaða héraðssaksóknara er afdráttarlaus um að enginn fótur hafi verið fyrir ásökununum á hendur lögreglumanninum. Þær virðast hafa sprottið upp úr ágreiningi meðal starfsmanna fíkniefnalögreglunnar. Landssambandið fer nú fram á að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lýsi opinberlega yfir trausti á lögreglumanninn. Snorri segir að mál sem þessi hafi áhrif á líðan og starfsöryggi lögreglumanna almennt. „Það gerir það að sjálfsögðu, því starf okkar er einu sinni þannig að það er ekkert flókið að henda svona ásökuknum út í loftið. Við þeim verður að sjálfsögðu að bregðast ef þær koma fram, en það verður þá að gera með samræmdum hætti og að alls meðalhófs sé gætt. Því þetta eru mjög alvarlegar og íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem eru teknar í þessum málum.“ Rýri ekki traust á lögreglunni Aðspurður segist Snorri vissulega hætta á því að mál eins og þetta og fleiri sem borið hefur á innan lögreglunnar undanfarin misseri hafi neikvæði áhrif á traust almennings gagnvart lögreglu. „Það getur gert það þá en ég vona ekki, og ég vona að fólk átti sig á því að þessi mál eru skoðuð komi þau upp. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er gert. Það er farið mjög ítarlega yfir svona mál þegar þau koma fram og þau rannsökuð algjörlega ofan í kjölinn eins og sést berlega á þessari rannsókn héraðssaksóknara í þessu máli.“Snýr aftur til starfa á næstu dögum Snorri segir að eftir eigi að skoða í samráði við lögreglumanninn sjálfan og lögmann Landssambandsins hvort farið verði í skaðabótamál vegna tekju- og ærumissis lögreglumannsins, en komi til þess muni lögreglumaðurinn njóta fullan stuðning félagsins. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er erlendis og hefur ekki tjáð sig um málið í dag en þær upplýsingar fengust frá aðstoðarlögreglustjóra að lögreglumanninum hafi í dag verið boðið að mæta aftur til fyrri starfa og að hann muni gera það á næstu dögum.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira