Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júní 2016 21:10 Frá Akureyri. vísir/pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var 7. júní síðastliðinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir gegn barnsmóður sinni auk fíkniefnalagabrots og þjófnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn barnsmóður sinni og þáverandi unnustu. Árásirnar áttu sér allar stað á Akureyri á síðari hluta ársins 2014. Í fyrsta lagi var honum gert að sök að hafa kýlt konuna í bringuna og ýtt við henni svo hún féll í jörðina. Í öðru lagi fyrir að hrinda henni í jörðina og sparka svo í hana þar sem hún lá eftir fallið. Þá á hann að hafa tekið hana hálstaki. Í þriðja lagi var honum gert að sök að hafa ýtt við henni í miðbæ Akureyrar, kýlt hana í bringuna og lagt hníf að hálsi hennar. Þá játaði hann að hafa haft undir höndum marijúana og að hafa stolið vínflösku úr ríkinu. Þá var honum einnig gert að sök að hafa haft uppi hótanir gagnvart henni. Meðal annars átti hann að hafa sagt við hana „Ég ætla að drepa þig, þú veist ekki hversu mikið mig langar að drepa þig“ og „þú veist að ég er að fara í fangelsi og allan þann tíma sem ég mun vera inni ætla ég að reyna að finna útkomu á því hvernig ég á að drepa þig til að komast upp með það, þú munt hverfa án þess a enginn viti af.“ Maðurinn játaði brot sín að hluta. Til að mynda viðurkenndi hann að hafa hrint barnsmóður sinni og slegið hana en ekki með krepptum hnefa. Hins vegar þótti ekki sannað að hann hefði lagt hníf að hálsi hennar eða að hann hefði viðhaft akkúrat þessi orð. Sök fyrir þann hluta þótti ekki sönnuð. Hinn sakfelldi á að baki nokkurn brotaferil. Árið 2010 hlaut hann sex mánaða skilorðsbundin dóm fyrir eignaspjöll. Árið 2011 var hann dæmdur á ný, og rauf með því skilorð, fyrir eignaspjöll en að auki fyrir þjófnað. Árið 2012 hlaut hann svo tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld. Að endingu hlaut hann árið 2014 þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir hnífstunguárás. Í dómi héraðsdómara nú var tekið fram að brot þau sem ákært var fyrir nú hafi átt sér stað áður en dómurinn í nóvember 2014 féll. Það var metið ákærða til málsbóta að hann hefði játað brot sín að hluta og að á meðan afplánun hans stóð hafi hann stundað starf innan veggja fangelsisins „af dugnaði, samviskusemi og jákvæðni“. Útilokað þótti að skilorðsbinda refsingu mannsins. Honum var að auki gert að greiða barnsmóður sinni 438.241 krónur og þrjá fjórðu málskostnaðar. Sú upphæð nemur tæplega 1,7 milljón króna. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var 7. júní síðastliðinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir gegn barnsmóður sinni auk fíkniefnalagabrots og þjófnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn barnsmóður sinni og þáverandi unnustu. Árásirnar áttu sér allar stað á Akureyri á síðari hluta ársins 2014. Í fyrsta lagi var honum gert að sök að hafa kýlt konuna í bringuna og ýtt við henni svo hún féll í jörðina. Í öðru lagi fyrir að hrinda henni í jörðina og sparka svo í hana þar sem hún lá eftir fallið. Þá á hann að hafa tekið hana hálstaki. Í þriðja lagi var honum gert að sök að hafa ýtt við henni í miðbæ Akureyrar, kýlt hana í bringuna og lagt hníf að hálsi hennar. Þá játaði hann að hafa haft undir höndum marijúana og að hafa stolið vínflösku úr ríkinu. Þá var honum einnig gert að sök að hafa haft uppi hótanir gagnvart henni. Meðal annars átti hann að hafa sagt við hana „Ég ætla að drepa þig, þú veist ekki hversu mikið mig langar að drepa þig“ og „þú veist að ég er að fara í fangelsi og allan þann tíma sem ég mun vera inni ætla ég að reyna að finna útkomu á því hvernig ég á að drepa þig til að komast upp með það, þú munt hverfa án þess a enginn viti af.“ Maðurinn játaði brot sín að hluta. Til að mynda viðurkenndi hann að hafa hrint barnsmóður sinni og slegið hana en ekki með krepptum hnefa. Hins vegar þótti ekki sannað að hann hefði lagt hníf að hálsi hennar eða að hann hefði viðhaft akkúrat þessi orð. Sök fyrir þann hluta þótti ekki sönnuð. Hinn sakfelldi á að baki nokkurn brotaferil. Árið 2010 hlaut hann sex mánaða skilorðsbundin dóm fyrir eignaspjöll. Árið 2011 var hann dæmdur á ný, og rauf með því skilorð, fyrir eignaspjöll en að auki fyrir þjófnað. Árið 2012 hlaut hann svo tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld. Að endingu hlaut hann árið 2014 þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir hnífstunguárás. Í dómi héraðsdómara nú var tekið fram að brot þau sem ákært var fyrir nú hafi átt sér stað áður en dómurinn í nóvember 2014 féll. Það var metið ákærða til málsbóta að hann hefði játað brot sín að hluta og að á meðan afplánun hans stóð hafi hann stundað starf innan veggja fangelsisins „af dugnaði, samviskusemi og jákvæðni“. Útilokað þótti að skilorðsbinda refsingu mannsins. Honum var að auki gert að greiða barnsmóður sinni 438.241 krónur og þrjá fjórðu málskostnaðar. Sú upphæð nemur tæplega 1,7 milljón króna.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira