„Snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2016 10:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Vísir „Það getur verið erfitt fyrir okkur hin sem höfum ekki fengið þessa náðargáfu í vöggugjöf, þ.e.a.s. ritsnilldina, að glíma við þá sem eru svo lagnir með pennann,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskip, um rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson. Grein Guðmundar Andra, Af-lands-plánun, var birt í Fréttablaðinu í gær þar sem hann bar saman þá bankamenn sem hafa hlotið dóma vegna viðskiptagjörninga fyrir hrun við útilegumenn úr Íslendingasögunum. Guðmundur Andri sagði það vera nokkuð vel af sér vikið hjá þessum bankamönnum að vera enn á meðal óvinsælustu mönnum þjóðar sem alla jafna dáir útilegumennina úr Íslendingasögunum. Telur þá eiga erfitt með að komast úr hlutverki skúrksins Sagði Guðmundur Andri að þessir bankamenn geti ekki vænst þess að komast úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan þeir eru „uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi.“Ólafur Ólafsson fjárfestir.Ingibjörg er ekki sátt við þessi skrif en maðurinn hennar, Ólafur Ólafsson, er á meðal þessara dæmdu bankamanna. Hún segir Guðmund Andra vera ágætan penna og eiga það til að vera beinskeyttur. Segir Guðmund Andra hafa dottið ofan í gremjufen Hún segir Guðmund Andra hafa framan af lagt sig fram við að fá lesendur til að horfa fram á veginn og ná sér upp úr feni reiði og gremju. „En í grein sinni í Fréttablaðinu í gærmorgun datt Guðmundur sjálfur rækileg ofan í sama gremjufenið og þeir sem hann hefur svo föðurlega talað til... sem stjórnast af reiði, hneykslan, sleggjudómum og öfund,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í dag. Hún kallar Guðmund Andra „leigupenna“ og að þeir sem ekki fæddust með ritsnilldina eigi ekki roð í þá sem eru svo lagnir við „að snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann.“Segir Ólaf hafa tekið þátt í skuldauppgjöri Hún segist gjarna vilja taka pólitíska og jafnvel heimspekilega umræðu um ýmislegt sem kemur fram í grein Guðmundar Andra en það verði að bíða betri tíma. Hún tekur þó fyrir eitt atriði sem hún segir vera augljós ósannindi. „Guðmundur Andri heldur því fram að Ólafur hafi fengið 64 milljarða afskrifaða af skuldum sínum eftir fall Kaupþings 2008. Ekki veit ég hvaðan pistlahöfundur hefur þessar upplýsingar, en gef mér það að hann hafi ekki skáldað þær upp sjálfur heldur tekið þær úr einhverjum álíka „áreiðanlegum” pistli og hans eigin,“ skrifar Ingibjörg. Árið 2011 var greint frá því að fjárfestingafélag í eigu Ólafs Ólafssonar, Kjalar, hefði ekki þurft að greiða Arion banka 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tókust milli Kjalars og Arion. Kom fram í fréttum að Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en félagið taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir hrun árið 2008. Fékk Arion Banki þriðjungseignarhlut í útgerðarfélaginu HB Granda sem Kjalar átti, upp í skuldina en andvirði þess hlutar nam á þeim tíma 13,5 milljörðum króna. Telur þetta sett fram til að meiða „Það er augljóst að þessar staðhæfingar og tölur eru settar fram til þess eins að meiða og halda þeirri kenningu á lofti að Ólafur hafi fengið allar sínar skuldir afskrifaðar,“ segir Ingibjörg um skrif Guðmundar Andra. „Ég þarf ekki að taka það fram að skuldauppgjör annars vegar og afskriftir hins vegar eru tvö ólík hugtök og eiga ekkert sameiginlegt.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45 Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það getur verið erfitt fyrir okkur hin sem höfum ekki fengið þessa náðargáfu í vöggugjöf, þ.e.a.s. ritsnilldina, að glíma við þá sem eru svo lagnir með pennann,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskip, um rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson. Grein Guðmundar Andra, Af-lands-plánun, var birt í Fréttablaðinu í gær þar sem hann bar saman þá bankamenn sem hafa hlotið dóma vegna viðskiptagjörninga fyrir hrun við útilegumenn úr Íslendingasögunum. Guðmundur Andri sagði það vera nokkuð vel af sér vikið hjá þessum bankamönnum að vera enn á meðal óvinsælustu mönnum þjóðar sem alla jafna dáir útilegumennina úr Íslendingasögunum. Telur þá eiga erfitt með að komast úr hlutverki skúrksins Sagði Guðmundur Andri að þessir bankamenn geti ekki vænst þess að komast úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan þeir eru „uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi.“Ólafur Ólafsson fjárfestir.Ingibjörg er ekki sátt við þessi skrif en maðurinn hennar, Ólafur Ólafsson, er á meðal þessara dæmdu bankamanna. Hún segir Guðmund Andra vera ágætan penna og eiga það til að vera beinskeyttur. Segir Guðmund Andra hafa dottið ofan í gremjufen Hún segir Guðmund Andra hafa framan af lagt sig fram við að fá lesendur til að horfa fram á veginn og ná sér upp úr feni reiði og gremju. „En í grein sinni í Fréttablaðinu í gærmorgun datt Guðmundur sjálfur rækileg ofan í sama gremjufenið og þeir sem hann hefur svo föðurlega talað til... sem stjórnast af reiði, hneykslan, sleggjudómum og öfund,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í dag. Hún kallar Guðmund Andra „leigupenna“ og að þeir sem ekki fæddust með ritsnilldina eigi ekki roð í þá sem eru svo lagnir við „að snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann.“Segir Ólaf hafa tekið þátt í skuldauppgjöri Hún segist gjarna vilja taka pólitíska og jafnvel heimspekilega umræðu um ýmislegt sem kemur fram í grein Guðmundar Andra en það verði að bíða betri tíma. Hún tekur þó fyrir eitt atriði sem hún segir vera augljós ósannindi. „Guðmundur Andri heldur því fram að Ólafur hafi fengið 64 milljarða afskrifaða af skuldum sínum eftir fall Kaupþings 2008. Ekki veit ég hvaðan pistlahöfundur hefur þessar upplýsingar, en gef mér það að hann hafi ekki skáldað þær upp sjálfur heldur tekið þær úr einhverjum álíka „áreiðanlegum” pistli og hans eigin,“ skrifar Ingibjörg. Árið 2011 var greint frá því að fjárfestingafélag í eigu Ólafs Ólafssonar, Kjalar, hefði ekki þurft að greiða Arion banka 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tókust milli Kjalars og Arion. Kom fram í fréttum að Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en félagið taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir hrun árið 2008. Fékk Arion Banki þriðjungseignarhlut í útgerðarfélaginu HB Granda sem Kjalar átti, upp í skuldina en andvirði þess hlutar nam á þeim tíma 13,5 milljörðum króna. Telur þetta sett fram til að meiða „Það er augljóst að þessar staðhæfingar og tölur eru settar fram til þess eins að meiða og halda þeirri kenningu á lofti að Ólafur hafi fengið allar sínar skuldir afskrifaðar,“ segir Ingibjörg um skrif Guðmundar Andra. „Ég þarf ekki að taka það fram að skuldauppgjör annars vegar og afskriftir hins vegar eru tvö ólík hugtök og eiga ekkert sameiginlegt.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45 Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45
Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31