Öll spjót á kolvetnum Vera Einarsdóttir skrifar 31. maí 2016 11:00 Gary Taubes, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, sagði málið snúast um hvað sé étið en ekki hversu mikið. Hann hefur m.a. skrifað bókina Why We Get Fat: And What to Do About It. Foodloose-ráðstefnan var haldin í Hörpu í síðustu viku en hún fjallaði um áhrif sykurs og einfaldra kolvetna á heilsuna. Þar var offitufaraldurinn í brennidepli og því velt upp hvort lýðheilsuráðleggingar samtímans ættu við rök að styðjast. Fyrirferðarmest í umræðunni var svokallað insúlínviðnám sem augu manna beinast nú í auknum mæli að en fyrirlesarar ráðstefnunnar, sem eru ýmist starfandi læknar eða fræðimenn, eru sammála um að það sé ein mesta ógn við heilsu manna nú á dögum og eigi þátt í myndun flestra lífsstílssjúkdóma. En hvað er insúlínviðnám eða insúlínmótsaða? Hjartalæknirinn Axel F. Sigurðsson, einn fyrirlesara ráðstefnunnar, útskýrir það með eftirfarandi hætti á heimasíðu sinni mataraedi.is: „Neysla kolvetna örvar losun insúlíns frá brisinu. Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að frumur líkamans geti tekið upp glúkósa og nýtt hann sem orku. Til er ástand sem kallað hefur verið insúlínviðnám (insulin resistance) og er oft til staðar hjá einstaklingum sem eru of þungir. Þá þurfa frumurnar meira insúlín til að geta nýtt sér glúkósa sem orkugjafa. Insúlínviðnám er oft undanfari sykursýki af tegund 2. Insúlínviðnám leiðir til þess að insúlínmagn í blóði hækkar. Lifrin hefur meiri tilhneigingu til að umbreyta sykri í fitu og magn þríglýseríða hækkar í blóði. Þá hefur blóðþrýstingur tilhneigingu til að hækka og HDL-kólesteról (góða kólesterólið) lækkar. Þyngdaraukning fylgir og fita safnast um mittið. Rannsóknir benda til þess að bólguvirkni sé aukin við þessar kringumstæður. Aukin bólguvirkni er talin tengjast hækkuðu insúlínmagni í blóði, sykursýki af tegund 2 og hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Axel sagði rannsóknir hafa sýnt að lágkolvetnamataræði og aukin fituneysla (þó ekki transfita) bæti alla þessa þætti.Nýtt orsakasamhengi Rithöfundurinn Gary Taubes, sem hefur meðal annars skrifað bókina Why we get fat: And what to do about it, tók líka til máls á ráðstefnunni. Hann sagði það lengi hafa verið mat manna að óhóflegt át og hreyfingarleysi leiði til insúlínmótsöðu sem aftur leiði til offitu. Hann sagði það rangt. Hann sagði orsakasamhengið á þá leið að unnið korn, sterkja og sykur leiði af sér insúlínmótstöðu sem leiði til fitusöfnunar og offitu. Málið snúist með öðrum orðum um hvað sé étið en ekki hversu mikið og að hreyfing geti ekki leiðrétt áhrif lélegs mataræðis. Hann gagnrýndi fæðuráðleggingar síðari ára þar sem áhersla hefur verið á sem minnsta fitu og mikið af kolvetnum og sagði þær ekki á rökum reistar. Tim Noaks, læknir og prófessor í heilsufræðum, sagði insúlínviðnám í sjálfu sér skaðlaust fyrirbæri en of mikið af kolvetnum breytir því hins vegar í skaðvald. Hann sagði offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og háan blóðþrýsting allt afleiðingar insúlínmótsöðu og sömuleiðis margar tegundir krabbameins svo fátt eitt sé nefnt. Hann sagði fólk hins vegar misviðkvæmt fyrir kolvetnum. Sumir þoli þau betur en aðrir. Hann sagði holdafar þó ekki eina mælikvarðann og að ekki sé öruggt að grannir geti borðað eins mikið af kolvetnum og þeir vilja. Sjálfur er hann grannur maraþonhlaupari sem snemma greindist með insúlínmótstöðu sem hann heldur í skefjum með lágkolvetnafæði. Tim gaf út metsölubókina The real meal revolution árið 2013 þar sem áhersla er á fituríkt fæði og mat úr plöntu- og dýraríkinu í stað kolvetna. Í kjölfarið fylgdi bókin Raising superheroes sem er af svipuðum meiði nema hugsuð fyrir börn.Stjórnvaldsaðgerða þörf Dr. Aseem Malhotra var á sama máli og fyrrnefndir fyrirlesarar og sagði mikla ábyrgð á herðum stjórnvalda sem þyrftu að draga úr aðgengi að sykruðum og mikið unnum matvörum, hækka skatta á slíkum matvörum og vinna að því að breyta viðhorfi í þeirra garð. Það hafi verið gert í sambandi við tóbak með góðum árangri. Rithöfundurinn og matarbloggarinn Denise Minger talaði hins vegar til varnar lágfitumataræði sem er meira í ætt við lýðheilsuráðleggingar samtímans. Slíkt mataræði varð ofan á í kringum 1970 þegar menn fóru að tengja fituneyslu við hátt kólesteról og það síðan við hjarta- og æðasjúkdóma. Í dag virðist þetta orsakasamhengi ekki eins augljóst og nýjar rannsóknir sýna þvert á móti að fituríkt mataræði dragi úr hættunni, ólíkt kolvetnaríku fæði. Minger benti þó á nokkrar rannsóknir lágfitumataræði til stuðnings og velti því upp hvort miklar öfgar í báðar áttir væru kannski lausnin. Það að blanda öllu saman, líkt og nútímamaðurinn gerir, væri mögulega helsti vandinn. Hvar sem sannleikurinn liggur má fagna því að læknar og fræðimenn láti sig málið varða. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli ógn. Offita og sykursýki 2 vex með miklum hraða um allan heim. Bandaríkin eru þar fremst í flokki en þar dregur offita, sykursýki 2 og tengdir sjúkdómar tvo af hverjum þremur Bandaríkjamönnum til dauða, að því er fram kemur á hjá Nutrition Science Initiative sem Gary Taubes stýrir ásamt fleirum. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Foodloose-ráðstefnan var haldin í Hörpu í síðustu viku en hún fjallaði um áhrif sykurs og einfaldra kolvetna á heilsuna. Þar var offitufaraldurinn í brennidepli og því velt upp hvort lýðheilsuráðleggingar samtímans ættu við rök að styðjast. Fyrirferðarmest í umræðunni var svokallað insúlínviðnám sem augu manna beinast nú í auknum mæli að en fyrirlesarar ráðstefnunnar, sem eru ýmist starfandi læknar eða fræðimenn, eru sammála um að það sé ein mesta ógn við heilsu manna nú á dögum og eigi þátt í myndun flestra lífsstílssjúkdóma. En hvað er insúlínviðnám eða insúlínmótsaða? Hjartalæknirinn Axel F. Sigurðsson, einn fyrirlesara ráðstefnunnar, útskýrir það með eftirfarandi hætti á heimasíðu sinni mataraedi.is: „Neysla kolvetna örvar losun insúlíns frá brisinu. Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að frumur líkamans geti tekið upp glúkósa og nýtt hann sem orku. Til er ástand sem kallað hefur verið insúlínviðnám (insulin resistance) og er oft til staðar hjá einstaklingum sem eru of þungir. Þá þurfa frumurnar meira insúlín til að geta nýtt sér glúkósa sem orkugjafa. Insúlínviðnám er oft undanfari sykursýki af tegund 2. Insúlínviðnám leiðir til þess að insúlínmagn í blóði hækkar. Lifrin hefur meiri tilhneigingu til að umbreyta sykri í fitu og magn þríglýseríða hækkar í blóði. Þá hefur blóðþrýstingur tilhneigingu til að hækka og HDL-kólesteról (góða kólesterólið) lækkar. Þyngdaraukning fylgir og fita safnast um mittið. Rannsóknir benda til þess að bólguvirkni sé aukin við þessar kringumstæður. Aukin bólguvirkni er talin tengjast hækkuðu insúlínmagni í blóði, sykursýki af tegund 2 og hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Axel sagði rannsóknir hafa sýnt að lágkolvetnamataræði og aukin fituneysla (þó ekki transfita) bæti alla þessa þætti.Nýtt orsakasamhengi Rithöfundurinn Gary Taubes, sem hefur meðal annars skrifað bókina Why we get fat: And what to do about it, tók líka til máls á ráðstefnunni. Hann sagði það lengi hafa verið mat manna að óhóflegt át og hreyfingarleysi leiði til insúlínmótsöðu sem aftur leiði til offitu. Hann sagði það rangt. Hann sagði orsakasamhengið á þá leið að unnið korn, sterkja og sykur leiði af sér insúlínmótstöðu sem leiði til fitusöfnunar og offitu. Málið snúist með öðrum orðum um hvað sé étið en ekki hversu mikið og að hreyfing geti ekki leiðrétt áhrif lélegs mataræðis. Hann gagnrýndi fæðuráðleggingar síðari ára þar sem áhersla hefur verið á sem minnsta fitu og mikið af kolvetnum og sagði þær ekki á rökum reistar. Tim Noaks, læknir og prófessor í heilsufræðum, sagði insúlínviðnám í sjálfu sér skaðlaust fyrirbæri en of mikið af kolvetnum breytir því hins vegar í skaðvald. Hann sagði offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og háan blóðþrýsting allt afleiðingar insúlínmótsöðu og sömuleiðis margar tegundir krabbameins svo fátt eitt sé nefnt. Hann sagði fólk hins vegar misviðkvæmt fyrir kolvetnum. Sumir þoli þau betur en aðrir. Hann sagði holdafar þó ekki eina mælikvarðann og að ekki sé öruggt að grannir geti borðað eins mikið af kolvetnum og þeir vilja. Sjálfur er hann grannur maraþonhlaupari sem snemma greindist með insúlínmótstöðu sem hann heldur í skefjum með lágkolvetnafæði. Tim gaf út metsölubókina The real meal revolution árið 2013 þar sem áhersla er á fituríkt fæði og mat úr plöntu- og dýraríkinu í stað kolvetna. Í kjölfarið fylgdi bókin Raising superheroes sem er af svipuðum meiði nema hugsuð fyrir börn.Stjórnvaldsaðgerða þörf Dr. Aseem Malhotra var á sama máli og fyrrnefndir fyrirlesarar og sagði mikla ábyrgð á herðum stjórnvalda sem þyrftu að draga úr aðgengi að sykruðum og mikið unnum matvörum, hækka skatta á slíkum matvörum og vinna að því að breyta viðhorfi í þeirra garð. Það hafi verið gert í sambandi við tóbak með góðum árangri. Rithöfundurinn og matarbloggarinn Denise Minger talaði hins vegar til varnar lágfitumataræði sem er meira í ætt við lýðheilsuráðleggingar samtímans. Slíkt mataræði varð ofan á í kringum 1970 þegar menn fóru að tengja fituneyslu við hátt kólesteról og það síðan við hjarta- og æðasjúkdóma. Í dag virðist þetta orsakasamhengi ekki eins augljóst og nýjar rannsóknir sýna þvert á móti að fituríkt mataræði dragi úr hættunni, ólíkt kolvetnaríku fæði. Minger benti þó á nokkrar rannsóknir lágfitumataræði til stuðnings og velti því upp hvort miklar öfgar í báðar áttir væru kannski lausnin. Það að blanda öllu saman, líkt og nútímamaðurinn gerir, væri mögulega helsti vandinn. Hvar sem sannleikurinn liggur má fagna því að læknar og fræðimenn láti sig málið varða. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli ógn. Offita og sykursýki 2 vex með miklum hraða um allan heim. Bandaríkin eru þar fremst í flokki en þar dregur offita, sykursýki 2 og tengdir sjúkdómar tvo af hverjum þremur Bandaríkjamönnum til dauða, að því er fram kemur á hjá Nutrition Science Initiative sem Gary Taubes stýrir ásamt fleirum.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira