Við eigum kindurnar! Guðmundur Edgarsson skrifar 6. júní 2016 00:00 Framtaksmaður í þorpi nokkru hefur fjárbúskap. Hann segir upp góðri vinnu, aflar sér nauðsynlegrar þekkingar og færni, tekur lán og fjárfestir í jörð og býli auk sauðfjárkvóta. Gangi vel, nýtur hann ábatans; fari miður, stendur hann uppi atvinnulaus og stórskuldugur. Fyrstu búskaparárin ganga erfiðlega og bóndanum verða á ýmis mistök. Síðan rofar til. Nýir búskaparhættir eru þróaðir, nýrra markaða er aflað og umsvifin aukast stig af stigi. Er nú svo komið að atvinnusköpun og skatttekjur þorpsins af rekstri býlisins og tengdri þjónustu eru meiri en af nokkurri annarri starfsemi. Efnahagsleg framtíð þorpsins er björt.Sauðfé er auðlind En þá rís upp hópur fólks í þorpinu sem krefst beinnar hlutdeildar í ágóðanum. „Við eigum jú öll kindurnar,“ segir fólkið og bendir á að sauðfé sé auðlind og því sameign þorpsbúa. Bóndinn mótmælir enda hefur hann greitt fullt verð fyrir jörðina og kvótann sem og alla skatta af tekjum og arði. Engu að síður telja þorpsbúar að býlið taki til sín óeðlilega stóra sneið af kökunni. Bóndinn bendir þá á að hann hafi ekki tekið eitt né neitt, einungis aflað og lagt til – stækkað kökuna, ekki minnkað.Sátta leitað Þar sem bóndinn vill ekki standa í langvarandi deilum við þorpsbúa leggur hann til tvennt. Annars vegar að þorpsbúar segi upp vinnunni, læri til bústarfa, veðsetji eignir sínar og fjárfesti í jörð og kvóta, byggi upp viðskiptasambönd og læri að lifa við stöðuga óvissu. Hins vegar að hvert heimili fái kind að gjöf frá bóndanum gegn því að hann verði eftirleiðis látinn í friði. Því miður fá tillögurnar tvær ekki hljómgrunn. Fyrri tillagan felur í sér of mikla röskun og áhættu. Viðbrögð þorpsbúa við hinni síðari eru lítt skárri því spurt er: „En hvað eigum við svo að gera við allar þessar kindur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Framtaksmaður í þorpi nokkru hefur fjárbúskap. Hann segir upp góðri vinnu, aflar sér nauðsynlegrar þekkingar og færni, tekur lán og fjárfestir í jörð og býli auk sauðfjárkvóta. Gangi vel, nýtur hann ábatans; fari miður, stendur hann uppi atvinnulaus og stórskuldugur. Fyrstu búskaparárin ganga erfiðlega og bóndanum verða á ýmis mistök. Síðan rofar til. Nýir búskaparhættir eru þróaðir, nýrra markaða er aflað og umsvifin aukast stig af stigi. Er nú svo komið að atvinnusköpun og skatttekjur þorpsins af rekstri býlisins og tengdri þjónustu eru meiri en af nokkurri annarri starfsemi. Efnahagsleg framtíð þorpsins er björt.Sauðfé er auðlind En þá rís upp hópur fólks í þorpinu sem krefst beinnar hlutdeildar í ágóðanum. „Við eigum jú öll kindurnar,“ segir fólkið og bendir á að sauðfé sé auðlind og því sameign þorpsbúa. Bóndinn mótmælir enda hefur hann greitt fullt verð fyrir jörðina og kvótann sem og alla skatta af tekjum og arði. Engu að síður telja þorpsbúar að býlið taki til sín óeðlilega stóra sneið af kökunni. Bóndinn bendir þá á að hann hafi ekki tekið eitt né neitt, einungis aflað og lagt til – stækkað kökuna, ekki minnkað.Sátta leitað Þar sem bóndinn vill ekki standa í langvarandi deilum við þorpsbúa leggur hann til tvennt. Annars vegar að þorpsbúar segi upp vinnunni, læri til bústarfa, veðsetji eignir sínar og fjárfesti í jörð og kvóta, byggi upp viðskiptasambönd og læri að lifa við stöðuga óvissu. Hins vegar að hvert heimili fái kind að gjöf frá bóndanum gegn því að hann verði eftirleiðis látinn í friði. Því miður fá tillögurnar tvær ekki hljómgrunn. Fyrri tillagan felur í sér of mikla röskun og áhættu. Viðbrögð þorpsbúa við hinni síðari eru lítt skárri því spurt er: „En hvað eigum við svo að gera við allar þessar kindur?“
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar