Hákon aðeins einu marki frá því að jafna markametið í úrslitakeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2016 12:30 Hákon Daði var magnaður í úrslitakeppninni. vísir/ernir Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu. Hákon, sem kom til Hauka frá ÍBV í janúar, fór hamförum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk í 12 leikjum, eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Hákon skoraði 10 mörk eða fleiri í fimm af þessum 12 leikjum.Sjá einnig: Hákon Daði: Meira og minna allt inni hjá mér Hákon vantaði aðeins eitt mark til að jafna metið yfir flest mörk skoruð í einni úrslitakeppni. Valdimar Grímsson og Róbert Julian Duranona eiga metið en þeir skoruðu 95 mörk fyrir KA á 10. áratug síðustu aldar. Valdimar skoraði 95 mörk í 11 leikjum fyrir KA 1995 og Duranona 95 í níu leikjum fyrir sama lið ári seinna. Þá var Hákon ekki enn kominn í heiminn en hann er fæddur í maí 1997.Adam Haukur skoraði 32 mörk í Schenker-höllinni í úrslitaeinvíginu.vísir/ernirSamherji Hákons hjá Haukum, Adam Haukur Baumruk, skoraði næstflest mörk í úrslitakeppninni í ár, eða 77 mörk. Mikk Pinnonen, leikmaður Aftureldingar, skoraði 65 mörk og Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson gerði 60 mörk í aðeins sex leikjum, eða 10 mörk að meðaltali í leik.Sjá einnig: Haukar langbestir á þessari öld Adam Haukur var svo markahæstur í sjálfum lokaúrslitunum. Þessi öfluga skytta skoraði 39 mörk í leikjunum fimm, þ.á.m. 15 mörk í þriðja leiknum sem er met í lokaúrslitum. Adam Haukur endurtók þar með leik föður síns, Petr Baumruk, frá 1994 en hann skoraði þá flest mörk (24) í úrslitaeinvígi Hauka og Vals.Mikk Pinnonen skoraði 65 mörk í úrslitakeppninni.vísir/antonMarkahæstir í úrslitakeppninni 2016: Hákon Daði Styrmisson, Haukum - 94/34 Adam Haukur Baumruk, Haukum - 77 Mikk Pinnonen, Aftureldingu - 65 Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 60/21 Janus Daði Smárason, Haukum - 59/1 Sveinn Aron Sveinsson, Val - 52/14 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu - 52/16 Jóhann Gunnar Einarsson, Aftureldingu - 52/18Markahæstir í úrslitaeinvíginu 2016: Adam Haukur Baumruk, Haukum - 39 Mikk Pinnonen, Aftureldingu - 36 Hákon Daði Styrmisson, Haukum - 34/11 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu - 28/4 Janus Daði Smárason, Haukum - 26 Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu. Hákon, sem kom til Hauka frá ÍBV í janúar, fór hamförum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk í 12 leikjum, eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Hákon skoraði 10 mörk eða fleiri í fimm af þessum 12 leikjum.Sjá einnig: Hákon Daði: Meira og minna allt inni hjá mér Hákon vantaði aðeins eitt mark til að jafna metið yfir flest mörk skoruð í einni úrslitakeppni. Valdimar Grímsson og Róbert Julian Duranona eiga metið en þeir skoruðu 95 mörk fyrir KA á 10. áratug síðustu aldar. Valdimar skoraði 95 mörk í 11 leikjum fyrir KA 1995 og Duranona 95 í níu leikjum fyrir sama lið ári seinna. Þá var Hákon ekki enn kominn í heiminn en hann er fæddur í maí 1997.Adam Haukur skoraði 32 mörk í Schenker-höllinni í úrslitaeinvíginu.vísir/ernirSamherji Hákons hjá Haukum, Adam Haukur Baumruk, skoraði næstflest mörk í úrslitakeppninni í ár, eða 77 mörk. Mikk Pinnonen, leikmaður Aftureldingar, skoraði 65 mörk og Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson gerði 60 mörk í aðeins sex leikjum, eða 10 mörk að meðaltali í leik.Sjá einnig: Haukar langbestir á þessari öld Adam Haukur var svo markahæstur í sjálfum lokaúrslitunum. Þessi öfluga skytta skoraði 39 mörk í leikjunum fimm, þ.á.m. 15 mörk í þriðja leiknum sem er met í lokaúrslitum. Adam Haukur endurtók þar með leik föður síns, Petr Baumruk, frá 1994 en hann skoraði þá flest mörk (24) í úrslitaeinvígi Hauka og Vals.Mikk Pinnonen skoraði 65 mörk í úrslitakeppninni.vísir/antonMarkahæstir í úrslitakeppninni 2016: Hákon Daði Styrmisson, Haukum - 94/34 Adam Haukur Baumruk, Haukum - 77 Mikk Pinnonen, Aftureldingu - 65 Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV - 60/21 Janus Daði Smárason, Haukum - 59/1 Sveinn Aron Sveinsson, Val - 52/14 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu - 52/16 Jóhann Gunnar Einarsson, Aftureldingu - 52/18Markahæstir í úrslitaeinvíginu 2016: Adam Haukur Baumruk, Haukum - 39 Mikk Pinnonen, Aftureldingu - 36 Hákon Daði Styrmisson, Haukum - 34/11 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu - 28/4 Janus Daði Smárason, Haukum - 26
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira