Innlent

Móðir dæmd fyrir ofbeldi gegn dóttur á grunnskólaaldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Móðirin þarf að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur í bætur. Brotin áttu sér stað á árunum 2012-2015.
Móðirin þarf að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur í bætur. Brotin áttu sér stað á árunum 2012-2015. Vísir/Getty
Móðir á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot gagnvart dóttur sinni á grunnskólaaldri. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra í Reykjavík á fjögurra ára tímabili, frá 2012-2015.

Móðirin játaði að hafa í fjölmörg skipti slegið með flötum lófa í höfuð og líkama og slegið hana í nokkur skipti með herðatré í rass og bak.

Móðirin hefur ekki áður hlotið refsingu en hún var dæmd til að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur í skaðabætur. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en hann var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×