Innlent

Féll tuttugu metra á Borgarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Reyna átti að flytja manninn með gúmmíbát.
Reyna átti að flytja manninn með gúmmíbát. Vísir/Vilhelm
Maður féll um 20 metra í klettum við Njarðvík á Borgarfirði Eystri í dag. Hann er nokkuð slasaður, brotinn á höndum en með meðvitund og voru björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út. 

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu eru björgunarsveitarmenn komnir að manninum og stóð til að búa hann til flutnings. Reyna átti að flytja hann í björgunarskip með gúmmíbát og þaðan til hafnar. Þar myndi sjúkrabíll taka við honum og koma til aðhlynningar.

Á vef RÚV segir að maðurinn hafi verið við eggjatínslu og að hann sé ekki alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×