Núllið nýtist enn á ný Birta Björnsdóttir skrifar 23. maí 2016 19:30 Núllið, sem teiknað var af Helga Sigurðssyni arkitekt, var byggt árið 1930 og var nýtt sem almenningssalerni fram til ársins 2006. Síðan gekk rýmið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli Nýlistasafnsins og fjölbreyttar myndlistarsýningar verið haldnar í rýminu. Og nú hefur verið óskað eftir hugmyndum um hvernig nýta megi þetta sögufræga húsnæði. „Við erum bara að leita að öllu mögulegu. Nýlistasafnið hefur rekið þetta núna en þau eru nú að fara inn í Marshall-húsið ásamt fleiri aðilum. Rýmið stendur því autt í haust og þar sem fleiri en einn og fleiri en tveir hafa verið að spyrjast fyrir um það ´fannst okkur gegnsæjast að leyfa bara öllum að spreyta sig. Þau sem eiga svo skemmtilegustu hugmyndina fá svo rýmið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.Það er rýmið sem er vinsta megin við Bankastrætið sé gengið niður það sem um ræðir. Hitt rýmið, sem áður fyrr hýsi karlaklósettin, verður ekki nýtt í bili. „Það hefur reynst erfitt að koma fyrir flóttaútgöngum og öðru slíku sem verður að vera til staðar í rými af þessu tagi eins og nútímareglur gera ráð fyrir. Stjórnarráðið var svo ekki til í að vera með flóttaleið í átt að sér," segir Dagur. Í auglýsingunni kemur fram að aðstaðan uppfyllir ekki kröfur um rekstur matsölu. „Nei, Heilbrigðiseftirlitið hefur væntanlega komið að því að semja þessa setningu," segir Dagur. Dagur segir að ekki standi til að færa starfsemi húsnæðisins í upprunalega nýtingu. „Því var lokað fyrir allnokkru síðan. Það laut meðal annars að vinnuvernd, því að þarna var erfitt að koma að viðeigandi starfsmannaaðstöðu og okkur leist heldur ekki á að hafa þarna aflokuð rými án eftirlits. Þetta reyndist vera barn síns tíma með þá notkun, því miður," sagði Dagur. Frestur til að skila inn hugmyndum af nýtingu rýmisins rennur út þriðjudaginn 7.júní næstkomandi. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Núllið, sem teiknað var af Helga Sigurðssyni arkitekt, var byggt árið 1930 og var nýtt sem almenningssalerni fram til ársins 2006. Síðan gekk rýmið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli Nýlistasafnsins og fjölbreyttar myndlistarsýningar verið haldnar í rýminu. Og nú hefur verið óskað eftir hugmyndum um hvernig nýta megi þetta sögufræga húsnæði. „Við erum bara að leita að öllu mögulegu. Nýlistasafnið hefur rekið þetta núna en þau eru nú að fara inn í Marshall-húsið ásamt fleiri aðilum. Rýmið stendur því autt í haust og þar sem fleiri en einn og fleiri en tveir hafa verið að spyrjast fyrir um það ´fannst okkur gegnsæjast að leyfa bara öllum að spreyta sig. Þau sem eiga svo skemmtilegustu hugmyndina fá svo rýmið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.Það er rýmið sem er vinsta megin við Bankastrætið sé gengið niður það sem um ræðir. Hitt rýmið, sem áður fyrr hýsi karlaklósettin, verður ekki nýtt í bili. „Það hefur reynst erfitt að koma fyrir flóttaútgöngum og öðru slíku sem verður að vera til staðar í rými af þessu tagi eins og nútímareglur gera ráð fyrir. Stjórnarráðið var svo ekki til í að vera með flóttaleið í átt að sér," segir Dagur. Í auglýsingunni kemur fram að aðstaðan uppfyllir ekki kröfur um rekstur matsölu. „Nei, Heilbrigðiseftirlitið hefur væntanlega komið að því að semja þessa setningu," segir Dagur. Dagur segir að ekki standi til að færa starfsemi húsnæðisins í upprunalega nýtingu. „Því var lokað fyrir allnokkru síðan. Það laut meðal annars að vinnuvernd, því að þarna var erfitt að koma að viðeigandi starfsmannaaðstöðu og okkur leist heldur ekki á að hafa þarna aflokuð rými án eftirlits. Þetta reyndist vera barn síns tíma með þá notkun, því miður," sagði Dagur. Frestur til að skila inn hugmyndum af nýtingu rýmisins rennur út þriðjudaginn 7.júní næstkomandi.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira