Ganga 765 kílómetra með tveggja ára barn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Arnhildur Lilý með Braga í kerrunni við upphaf ferðar. Myndir/Arnar Sigurðsson „Við höldum hans takti og rútínu. Það er eina leiðin til að gera þetta,“ segir Arnhildur Lilý Karlsdóttir þegar hún er spurð hvernig það sé að vera allan daginn á göngu með tveggja ára barn. Hún, maður hennar Arnar Sigurðsson og litli göngugarpurinn Bragi eru þessa dagana á göngu á Spáni á svokallaðri frönsku leið um Jakobsveg.Bragi situr mest í sérútbúinni fjallakerru og hraðast er farið um þegar hann tekur lúrinn sinn yfir daginn. Kerran kemst þó ekki yfir hvað sem er. „Við þurfum stundum að halda á kerrunni þegar stórt grjót og drulla eru á veginum. Við höfum alveg lent í nokkrum svaðilförum,“ segir Arnhildur en fullyrðir að það sé ekki svo mikið mál að vera með barn á þessu ferðalagi. Þegar Bragi verður þreyttur á að sitja í kerrunni fær hann að ganga sjálfur og svo er stoppað á leikvöllum af og til. „Við förum í alls kyns leiki, skoðum umhverfið og dýr sem við sjáum. Svo er mikið sungið,“ segir Arnhildur.Kerran er sérútbúin fjallakerra en hún kemst þó ekki yfir allt og þá þurfa Arnar og Arnhildur að halda á kerrunni á milli sín.Mynd/ArnarFjölskyldan gistir í húsi á hverju kvöldi og fer af stað á milli sjö og átta á morgnana. Á leiðinni eru fjölmörg þorp og því alltaf hægt að borða á veitingahúsum. „Við erum að labba svona 20 til 30 kílómetra á dag. Við hittum einmitt fólk í dag sem var samferða okkur fyrstu daga göngunnar og það viðurkenndi að það hefði ekki haldið að við kæmumst svona langt.“ Leiðin er ein þekktasta pílagrímsleið í Evrópu og er 764 kílómetra löng. Því er ekki algengt að sjá börn á göngustígunum. „Þetta er mest allt eldra fólk sem finnst æðislegt að hitta Braga og er mikið að brosa til hans eða bjóða honum sleikjó.“ Fjölskyldan hóf gönguna 29. apríl og mun ljúka henni 1. júní þegar hún kemur til borgarinnar Santiago de Compostela.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíArnar, Bragi og Arnhildur eru búin með 515 kílómetra af leiðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Við höldum hans takti og rútínu. Það er eina leiðin til að gera þetta,“ segir Arnhildur Lilý Karlsdóttir þegar hún er spurð hvernig það sé að vera allan daginn á göngu með tveggja ára barn. Hún, maður hennar Arnar Sigurðsson og litli göngugarpurinn Bragi eru þessa dagana á göngu á Spáni á svokallaðri frönsku leið um Jakobsveg.Bragi situr mest í sérútbúinni fjallakerru og hraðast er farið um þegar hann tekur lúrinn sinn yfir daginn. Kerran kemst þó ekki yfir hvað sem er. „Við þurfum stundum að halda á kerrunni þegar stórt grjót og drulla eru á veginum. Við höfum alveg lent í nokkrum svaðilförum,“ segir Arnhildur en fullyrðir að það sé ekki svo mikið mál að vera með barn á þessu ferðalagi. Þegar Bragi verður þreyttur á að sitja í kerrunni fær hann að ganga sjálfur og svo er stoppað á leikvöllum af og til. „Við förum í alls kyns leiki, skoðum umhverfið og dýr sem við sjáum. Svo er mikið sungið,“ segir Arnhildur.Kerran er sérútbúin fjallakerra en hún kemst þó ekki yfir allt og þá þurfa Arnar og Arnhildur að halda á kerrunni á milli sín.Mynd/ArnarFjölskyldan gistir í húsi á hverju kvöldi og fer af stað á milli sjö og átta á morgnana. Á leiðinni eru fjölmörg þorp og því alltaf hægt að borða á veitingahúsum. „Við erum að labba svona 20 til 30 kílómetra á dag. Við hittum einmitt fólk í dag sem var samferða okkur fyrstu daga göngunnar og það viðurkenndi að það hefði ekki haldið að við kæmumst svona langt.“ Leiðin er ein þekktasta pílagrímsleið í Evrópu og er 764 kílómetra löng. Því er ekki algengt að sjá börn á göngustígunum. „Þetta er mest allt eldra fólk sem finnst æðislegt að hitta Braga og er mikið að brosa til hans eða bjóða honum sleikjó.“ Fjölskyldan hóf gönguna 29. apríl og mun ljúka henni 1. júní þegar hún kemur til borgarinnar Santiago de Compostela.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíArnar, Bragi og Arnhildur eru búin með 515 kílómetra af leiðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira