Með opinn eld að vopni Garðar H. Guðjónsson og Bjarni Kjartansson skrifar 24. maí 2016 07:00 Í vorblíðunni að undanförnu hafa menn víða unnið við að leggja pappa á þök með opinn eld að vopni. Í ljósi reynslunnar eru líkur á að í mörgum tilvikum hafi varúðarráðstafanir verið af skornum skammti og eldvörnum áfátt. Slökkvilið og tryggingafélög þakka fyrir hvern dag sem líður án þess að eldur komi upp og verulegt tjón hljótist af slíkri vinnu. Nokkrir af stærri eldsvoðum sögunnar hafa hlotist af vinnu með opinn eld. Mörg dæmi eru um eldsvoða þar sem tjón nemur hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum að núvirði. Auk þess mikla tjóns sem verður á eignum og rekstri þegar eldur kemst í pappa á þaki byggingar eru slíkir eldsvoðar slökkviliðum mjög erfiðir viðureignar.Árangur á Norðurlöndum Á Norðurlöndum öðrum en Íslandi hefur náðst mikill árangur í því að draga úr eldsvoðum vegna logavinnu með fræðslu fyrir þá sem vinna slíka vinnu. Raunar er það svo að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku er engum heimilt að vinna slíka vinnu nema að fengnu sérstöku leyfi að undangengnu námi sem meðal annars lýtur að öryggismálum og eldvörnum. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki ýmissa hagsmunaaðila, tryggingafélaga, samtaka í atvinnulífinu og fleiri. Hér á landi má segja að lagning þakpappa lúti fáum reglum, engrar iðnmenntunar er þörf og engin sérstök leyfi þarf fyrir slíkri starfsemi. Iðan fræðslusetur hefur í samvinnu við Eldvarnabandalagið á undanförnum misserum auglýst reglulega námskeið um eldvarnir við logavinnu eða heita vinnu. Auk logavinnu vegna lagningar þakpappa má í þessu sambandi nefna logsuðu, rafsuðu og skurð með slípirokki. Undirtektir hafa vægast sagt verið afar dræmar og því hafa aðeins fáeinir einstaklingar fengið staðgóða fræðslu um hvernig standa beri að eldvörnum við logavinnu. Þess ber að geta að nemendur í ýmsum iðngreinum fá grunnfræðslu um öryggismál og eldvarnir. Það á þó ekki við ófagmenntaða verktaka og starfsmenn í þakpappalögn.Ábyrgð eigenda Ábyrgð þeirra sem taka að sér slík verkefni er mikil en að sama skapi er vert að benda á ábyrgð eigenda og umsjónarmanna húsnæðisins. Þeim ber að sjálfsögðu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að verja eigur sínar og starfsemi. Afar mikilvægt er fyrir eigendur og umsjónarmenn fasteigna að hafa vara á þegar vinna þarf heita vinnu í húsnæði þeirra, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Raunar ætti logavinna aldrei að hefjast nema ábyrgðarmaður húsnæðis hafi gengið úr skugga um að nægilega sé gætt að eldvörnum og öryggi. Sé ekki rétt staðið að verkinu getur mikið tjón á eignum og rekstri hlotist af. Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana um auknar eldvarnir. Eitt af áhersluverkefnum samstarfsins er að leita leiða til úrbóta á þessu sviði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Staða leikskóla Reykjavíkurborgar – Að horfast í augu við raunveruleikann Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í vorblíðunni að undanförnu hafa menn víða unnið við að leggja pappa á þök með opinn eld að vopni. Í ljósi reynslunnar eru líkur á að í mörgum tilvikum hafi varúðarráðstafanir verið af skornum skammti og eldvörnum áfátt. Slökkvilið og tryggingafélög þakka fyrir hvern dag sem líður án þess að eldur komi upp og verulegt tjón hljótist af slíkri vinnu. Nokkrir af stærri eldsvoðum sögunnar hafa hlotist af vinnu með opinn eld. Mörg dæmi eru um eldsvoða þar sem tjón nemur hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum að núvirði. Auk þess mikla tjóns sem verður á eignum og rekstri þegar eldur kemst í pappa á þaki byggingar eru slíkir eldsvoðar slökkviliðum mjög erfiðir viðureignar.Árangur á Norðurlöndum Á Norðurlöndum öðrum en Íslandi hefur náðst mikill árangur í því að draga úr eldsvoðum vegna logavinnu með fræðslu fyrir þá sem vinna slíka vinnu. Raunar er það svo að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku er engum heimilt að vinna slíka vinnu nema að fengnu sérstöku leyfi að undangengnu námi sem meðal annars lýtur að öryggismálum og eldvörnum. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki ýmissa hagsmunaaðila, tryggingafélaga, samtaka í atvinnulífinu og fleiri. Hér á landi má segja að lagning þakpappa lúti fáum reglum, engrar iðnmenntunar er þörf og engin sérstök leyfi þarf fyrir slíkri starfsemi. Iðan fræðslusetur hefur í samvinnu við Eldvarnabandalagið á undanförnum misserum auglýst reglulega námskeið um eldvarnir við logavinnu eða heita vinnu. Auk logavinnu vegna lagningar þakpappa má í þessu sambandi nefna logsuðu, rafsuðu og skurð með slípirokki. Undirtektir hafa vægast sagt verið afar dræmar og því hafa aðeins fáeinir einstaklingar fengið staðgóða fræðslu um hvernig standa beri að eldvörnum við logavinnu. Þess ber að geta að nemendur í ýmsum iðngreinum fá grunnfræðslu um öryggismál og eldvarnir. Það á þó ekki við ófagmenntaða verktaka og starfsmenn í þakpappalögn.Ábyrgð eigenda Ábyrgð þeirra sem taka að sér slík verkefni er mikil en að sama skapi er vert að benda á ábyrgð eigenda og umsjónarmanna húsnæðisins. Þeim ber að sjálfsögðu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að verja eigur sínar og starfsemi. Afar mikilvægt er fyrir eigendur og umsjónarmenn fasteigna að hafa vara á þegar vinna þarf heita vinnu í húsnæði þeirra, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Raunar ætti logavinna aldrei að hefjast nema ábyrgðarmaður húsnæðis hafi gengið úr skugga um að nægilega sé gætt að eldvörnum og öryggi. Sé ekki rétt staðið að verkinu getur mikið tjón á eignum og rekstri hlotist af. Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana um auknar eldvarnir. Eitt af áhersluverkefnum samstarfsins er að leita leiða til úrbóta á þessu sviði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Staða leikskóla Reykjavíkurborgar – Að horfast í augu við raunveruleikann Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. 24. maí 2016 07:00
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar