Staða leikskóla Reykjavíkurborgar – Að horfast í augu við raunveruleikann Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir stöðugum niðurskurði á undanförnum árum og ekkert lát virðist vera á kröfum til þeirra um að skera við nögl hvarvetna í leikskólastarfinu. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum leikskóla borgarinnar seinustu misserin og ekki er útlit fyrir að það muni fara minnkandi. Þrátt fyrir þetta reyna fulltrúar í borginni að telja okkur trú um að frekari niðurskurður muni ekki hafa nein áhrif á þjónustuna. Reyndar hefur þjónusta leikskóla Reykjavíkurborgar haldist með ólíkindum góð þrátt fyrir fjárhag, enda vinnur þar fórnfúst starfsfólk sem ber augljóslega hag barnanna fyrir brjósti. En hversu mikið lengur getum við reynt á þolinmæði leikskólastarfsmanna? Skóla- og frístundasviði borgarinnar var gert að skera niður um nær 700 m.kr. á þessu ári og leikskólar borgarinnar þurfa að taka á sig sinn skerf af þeim niðurskurði. Vandamálið er þó að þar eru vasar löngu orðnir galtómir. Víða eru laus pláss á leikskólum borgarinnar en ekki fást heimildir frá borginni til að taka við börnum á biðlista nema þau hafi náð tilskildum aldri. Mun það vera vegna fjárhagsaðstæðna hjá borginni en ekki þröngs húsakosts eða manneklu. Það er því langsótt að halda því fram að fjármagnsskortur hafi engin áhrif á þjónustu.Kröfur í orði en ekki á borði Miklar kröfur eru gerðar til leikskólastjórnenda og -kennara í lögum og námsskrám hvað varðar metnað og gæði leikskólastarfsins. Þær kröfur verða merkingarlausar og í raun ábyrgðarlausar ef þeim fylgir ekki það fjármagn sem þarf til að standa undir þeim. Reykjavíkurborg er vissulega í þröngri stöðu fjárhagslega, en þar sem útsvar er í hámarki og niðurskurðarkröfur hafa reynt á þolmörk leikskólastarfsins þarf að leita annarra leiða til að koma til móts við vandamálið sem skapast hefur í leikskólum sveitarfélagsins. Ein augljós leið væri að hverfa frá þeirri stefnu að lækka kostnaðarþátttöku foreldra. Tekjur skóla- og frístundasviðs sem hlutfall af útgjöldum (leikskólar og dagforeldrar falla undir það svið) hafa farið úr 13,2% í 8,3% (m.v. áætlun fyrir árið 2016) á einungis fimm árum. Launakostnaður fyrirtækja og stofnana hækkaði talsvert á Íslandi eftir síðustu kjarasamninga og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Rekstrarkostnaður leikskólanna er því að hækka skarpt hlutfallslega en tekjur til borgarinnar vegna þeirra ekki að aukast að sama skapi. Fjárframlög til leikskólanna frá borginni eru í raun að skerðast þegar þau ættu að vera að aukast. Frá árinu 2005 hafa vísitala neysluverðs og stórir kostnaðarliðir, s.s. laun starfsmanna sveitarfélaga, u.þ.b. tvöfaldast á meðan leikskólagjöld hafa lækkað um 10% að nafnvirði. Í stað aukinna fjárframlaga til að mæta þessum aukna kostnaði er stjórnendum gert að lækka heildarlaunakostnað og skera enn frekar niður í leikskólastarfinu að öðru leyti, s.s. í matarkostnaði og námsgögnum. Fækka þarf fiskmáltíðum. Nú þegar er aðeins gert ráð fyrir 1.815 kr. á hvert barn á ári í námsgagnakostnað. Hversu miklu minna mætti það vera? Í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru leikskólagjöld um 20-50% hærri en í Reykjavík, að Seltjarnarnesi undanskildu. Má þó telja afar ólíklegt að kostnaður við leikskólastarfið sé minni í Reykjavík þar sem t.a.m. fasteignaverð er hæst. Þess má geta að undirrituð óskaði eftir skýringum á því af hverju leikskólagjöld hefðu ekki verið hækkuð á meðan ráðist hefði verið í mikinn niðurskurð en engin svör bárust frá Reykjavíkurborg.Enginn fiskur í hádeginu? Það er vel mögulegt að fulltrúar í borginni telji það almenna kröfu foreldra að þeir borgi sem allra minnst og jafnvel ekki neitt fyrir dagvistun leikskólabarna sinna. En foreldrar gera líka aðrar kröfur, t.d. þær að unnt sé að kaupa námsgögn til að efla þroska barnanna á þessum mótandi árum, að börn og starfsmenn leikskólanna búi við heilsusamlegan húsakost og að hægt sé að bjóða upp á holla fæðu á matmálstímum. Er ekki annars eitthvað bogið við það að erfitt sé að sjá reykvískum leikskólabörnum fyrir fiskmáltíðum í hádeginu á velmegunartímum? Sú staðreynd verður ekki umflúin að umönnun barna fylgir töluverður kostnaður og foreldrar gera sér fulla grein fyrir því. Ef afleiðing stefnu Reykjavíkurborgar er sú að fjárhagsstaða leikskóla í Reykjavík heldur áfram að versna með þeim hætti sem hún hefur gert að undanförnu, með tilheyrandi óumflýjanlegri hrörnun á gæðum skólastarfsins, má efast verulega um að sú stefna sé í þökk foreldra. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla borgarinnar eiga mikið lof skilið fyrir að hafa staðið sig með prýði við erfiðar aðstæður að undanförnu. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann, hætta niðurskurðinum og hækka leikskólagjöld?Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir stöðugum niðurskurði á undanförnum árum og ekkert lát virðist vera á kröfum til þeirra um að skera við nögl hvarvetna í leikskólastarfinu. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum leikskóla borgarinnar seinustu misserin og ekki er útlit fyrir að það muni fara minnkandi. Þrátt fyrir þetta reyna fulltrúar í borginni að telja okkur trú um að frekari niðurskurður muni ekki hafa nein áhrif á þjónustuna. Reyndar hefur þjónusta leikskóla Reykjavíkurborgar haldist með ólíkindum góð þrátt fyrir fjárhag, enda vinnur þar fórnfúst starfsfólk sem ber augljóslega hag barnanna fyrir brjósti. En hversu mikið lengur getum við reynt á þolinmæði leikskólastarfsmanna? Skóla- og frístundasviði borgarinnar var gert að skera niður um nær 700 m.kr. á þessu ári og leikskólar borgarinnar þurfa að taka á sig sinn skerf af þeim niðurskurði. Vandamálið er þó að þar eru vasar löngu orðnir galtómir. Víða eru laus pláss á leikskólum borgarinnar en ekki fást heimildir frá borginni til að taka við börnum á biðlista nema þau hafi náð tilskildum aldri. Mun það vera vegna fjárhagsaðstæðna hjá borginni en ekki þröngs húsakosts eða manneklu. Það er því langsótt að halda því fram að fjármagnsskortur hafi engin áhrif á þjónustu.Kröfur í orði en ekki á borði Miklar kröfur eru gerðar til leikskólastjórnenda og -kennara í lögum og námsskrám hvað varðar metnað og gæði leikskólastarfsins. Þær kröfur verða merkingarlausar og í raun ábyrgðarlausar ef þeim fylgir ekki það fjármagn sem þarf til að standa undir þeim. Reykjavíkurborg er vissulega í þröngri stöðu fjárhagslega, en þar sem útsvar er í hámarki og niðurskurðarkröfur hafa reynt á þolmörk leikskólastarfsins þarf að leita annarra leiða til að koma til móts við vandamálið sem skapast hefur í leikskólum sveitarfélagsins. Ein augljós leið væri að hverfa frá þeirri stefnu að lækka kostnaðarþátttöku foreldra. Tekjur skóla- og frístundasviðs sem hlutfall af útgjöldum (leikskólar og dagforeldrar falla undir það svið) hafa farið úr 13,2% í 8,3% (m.v. áætlun fyrir árið 2016) á einungis fimm árum. Launakostnaður fyrirtækja og stofnana hækkaði talsvert á Íslandi eftir síðustu kjarasamninga og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Rekstrarkostnaður leikskólanna er því að hækka skarpt hlutfallslega en tekjur til borgarinnar vegna þeirra ekki að aukast að sama skapi. Fjárframlög til leikskólanna frá borginni eru í raun að skerðast þegar þau ættu að vera að aukast. Frá árinu 2005 hafa vísitala neysluverðs og stórir kostnaðarliðir, s.s. laun starfsmanna sveitarfélaga, u.þ.b. tvöfaldast á meðan leikskólagjöld hafa lækkað um 10% að nafnvirði. Í stað aukinna fjárframlaga til að mæta þessum aukna kostnaði er stjórnendum gert að lækka heildarlaunakostnað og skera enn frekar niður í leikskólastarfinu að öðru leyti, s.s. í matarkostnaði og námsgögnum. Fækka þarf fiskmáltíðum. Nú þegar er aðeins gert ráð fyrir 1.815 kr. á hvert barn á ári í námsgagnakostnað. Hversu miklu minna mætti það vera? Í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru leikskólagjöld um 20-50% hærri en í Reykjavík, að Seltjarnarnesi undanskildu. Má þó telja afar ólíklegt að kostnaður við leikskólastarfið sé minni í Reykjavík þar sem t.a.m. fasteignaverð er hæst. Þess má geta að undirrituð óskaði eftir skýringum á því af hverju leikskólagjöld hefðu ekki verið hækkuð á meðan ráðist hefði verið í mikinn niðurskurð en engin svör bárust frá Reykjavíkurborg.Enginn fiskur í hádeginu? Það er vel mögulegt að fulltrúar í borginni telji það almenna kröfu foreldra að þeir borgi sem allra minnst og jafnvel ekki neitt fyrir dagvistun leikskólabarna sinna. En foreldrar gera líka aðrar kröfur, t.d. þær að unnt sé að kaupa námsgögn til að efla þroska barnanna á þessum mótandi árum, að börn og starfsmenn leikskólanna búi við heilsusamlegan húsakost og að hægt sé að bjóða upp á holla fæðu á matmálstímum. Er ekki annars eitthvað bogið við það að erfitt sé að sjá reykvískum leikskólabörnum fyrir fiskmáltíðum í hádeginu á velmegunartímum? Sú staðreynd verður ekki umflúin að umönnun barna fylgir töluverður kostnaður og foreldrar gera sér fulla grein fyrir því. Ef afleiðing stefnu Reykjavíkurborgar er sú að fjárhagsstaða leikskóla í Reykjavík heldur áfram að versna með þeim hætti sem hún hefur gert að undanförnu, með tilheyrandi óumflýjanlegri hrörnun á gæðum skólastarfsins, má efast verulega um að sú stefna sé í þökk foreldra. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla borgarinnar eiga mikið lof skilið fyrir að hafa staðið sig með prýði við erfiðar aðstæður að undanförnu. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann, hætta niðurskurðinum og hækka leikskólagjöld?Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar