Telur valdamikla menn hafa reynt að afskrifa sig í umræðunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 16:14 Andri Snær var í beinni útsendingu hjá Nova. Vísir/Valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna. Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29
Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45