Landmannahellir fær síma- og netsamband Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2016 19:30 Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira