Kynferðisbrot gegn fötluðum almennt óvenju gróf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. maí 2016 19:15 Svala Ísfeld Ólafsdóttir. VÍSIR/SKJÁSKOT Kynferðisbrot sem fatlaðir verða fyrir eru almennt óvenjulega gróf. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dósent í lagadeild HR hafði umsjón með. Fjölbreytileiki brotanna er mikill en í um tuttugu prósent þeirra voru ummönnunaraðilar gerendur. Vígdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur, hefur rannsakað íslenska dóma í kynferðisbrotum gegn fötluðum þolendum allt aftur til ársins 1920 undir leiðsögn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósents við lagadeid Háskólans í Reykjavík. Rannsóknin var kynnt á málþingi um kynferðisbrot gegn fötluðum í HR í dag. Svala segir um að ræða dulin brotaflokk þar sem fá mál koma upp á yfirborðið. „Það er einkenni á þessum brotum að þau eru grófari en gengur og gerist. Til dæmis eru kynmök til staðar í langflestum málunum. Þannig að það er minna um kynferðislega áreitni og svona veigaminni brot, þó afleiðingarnar geti verið alvarlegar, þá eru þetta almennt grófir verknaðir og það vekur athygli manns,“ segir hún. Dómarnir í rannsókninni eru alls fimmtíu og brotin mörg óvenjuleg. Sem dæmi má nefna mál þar sem gerandi skipaði fötluðum systkinum að hafa munnmök og samræði við hvort annað. Í öðru máli lét gerandi fjórar heyrnalausar stúlkur hafa þvag- og saurlát í baðkar, poka eða glös. „Það eru dæmi um brot þar sem brotaþoli hefur verið bundinn og beinlínis pyntaður, brenndur með sígarettu. Þar sem að hann hefur verið fengin til að gera hluti sem við getum sagt að séu sóðalegir og óviðurkvæmilegir. Þannig að þessu fólki er boðið upp á og þau eru látin gera hluti sem að fara langt yfir þau mörk sem ganga og gerast,“ segir Svala. Fatlaðir eru á margan hátt í viðkvæmri stöðu. Þeir eiga oft erfiðara með að verja sig líkamlega og vitsmunaskortur getur aukið hættu á ofbeldi. Svala segir það einnig vekja athygli að gerendur í málunum séu í flestum tilfellum yfir sextugu, en í rannsókninni kemur fram að oftast sé um að ræða fólk sem þolandinn treystir. „Þeir sem að þessir einstaklingar eiga að geta treyst og eiga að vernda þá, til dæmis fjölskylda og umönnunaraðilar, eru stærsti hópur gerendanna eða tæplega sjötíu prósent. Ummönnunaraðilar koma þarna nokkuð fjölmennur hópur inn, vel á annan tug prósenta,“ segir Svala. „Þetta er hópur oft á tíðum bágstaddra einstaklinga sem þurfa mikla vernd og geta jafnvel ekki líkamlega varið sig eða veitt neina mótspyrnu. Geta jafnvel ekki tjáð sig þannig þau geta illa eða jafnvel alls ekki sagt frá því sem gerðist. Þannig þetta er hópur sem við verðum að passa betur upp á.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kynferðisbrot sem fatlaðir verða fyrir eru almennt óvenjulega gróf. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dósent í lagadeild HR hafði umsjón með. Fjölbreytileiki brotanna er mikill en í um tuttugu prósent þeirra voru ummönnunaraðilar gerendur. Vígdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur, hefur rannsakað íslenska dóma í kynferðisbrotum gegn fötluðum þolendum allt aftur til ársins 1920 undir leiðsögn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósents við lagadeid Háskólans í Reykjavík. Rannsóknin var kynnt á málþingi um kynferðisbrot gegn fötluðum í HR í dag. Svala segir um að ræða dulin brotaflokk þar sem fá mál koma upp á yfirborðið. „Það er einkenni á þessum brotum að þau eru grófari en gengur og gerist. Til dæmis eru kynmök til staðar í langflestum málunum. Þannig að það er minna um kynferðislega áreitni og svona veigaminni brot, þó afleiðingarnar geti verið alvarlegar, þá eru þetta almennt grófir verknaðir og það vekur athygli manns,“ segir hún. Dómarnir í rannsókninni eru alls fimmtíu og brotin mörg óvenjuleg. Sem dæmi má nefna mál þar sem gerandi skipaði fötluðum systkinum að hafa munnmök og samræði við hvort annað. Í öðru máli lét gerandi fjórar heyrnalausar stúlkur hafa þvag- og saurlát í baðkar, poka eða glös. „Það eru dæmi um brot þar sem brotaþoli hefur verið bundinn og beinlínis pyntaður, brenndur með sígarettu. Þar sem að hann hefur verið fengin til að gera hluti sem við getum sagt að séu sóðalegir og óviðurkvæmilegir. Þannig að þessu fólki er boðið upp á og þau eru látin gera hluti sem að fara langt yfir þau mörk sem ganga og gerast,“ segir Svala. Fatlaðir eru á margan hátt í viðkvæmri stöðu. Þeir eiga oft erfiðara með að verja sig líkamlega og vitsmunaskortur getur aukið hættu á ofbeldi. Svala segir það einnig vekja athygli að gerendur í málunum séu í flestum tilfellum yfir sextugu, en í rannsókninni kemur fram að oftast sé um að ræða fólk sem þolandinn treystir. „Þeir sem að þessir einstaklingar eiga að geta treyst og eiga að vernda þá, til dæmis fjölskylda og umönnunaraðilar, eru stærsti hópur gerendanna eða tæplega sjötíu prósent. Ummönnunaraðilar koma þarna nokkuð fjölmennur hópur inn, vel á annan tug prósenta,“ segir Svala. „Þetta er hópur oft á tíðum bágstaddra einstaklinga sem þurfa mikla vernd og geta jafnvel ekki líkamlega varið sig eða veitt neina mótspyrnu. Geta jafnvel ekki tjáð sig þannig þau geta illa eða jafnvel alls ekki sagt frá því sem gerðist. Þannig þetta er hópur sem við verðum að passa betur upp á.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira