Komin heim en herra Níkaragva ekki enn verið handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Heiðrún segist ætla að halda í góðu minningarnar frá Níkaragva og mun á næstu dögum leita hjálpar hjá Stígamótum til að komast yfir reynslu sína síðasta mánuðinn. vísir/Stefán „Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49
Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent