Komin heim en herra Níkaragva ekki enn verið handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Heiðrún segist ætla að halda í góðu minningarnar frá Níkaragva og mun á næstu dögum leita hjálpar hjá Stígamótum til að komast yfir reynslu sína síðasta mánuðinn. vísir/Stefán „Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Það er mikill léttir að vera komin heim en ég er ekki búin að gefast upp á þessu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að þessi maður verði dæmdur fyrir það sem hann gerði,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann sem lagði fram nauðgunarkæru fyrir tæpum mánuði í Níkaragva, gegn manni sem er þekktur þar í landi fyrir að hafa verið kosinn fegurðarkóngur fyrr á árinu. Heiðrún hefur staðið í ströngu síðan hún lagði fram kæruna því ferlið hefur gengið afar hægt og treglega. Einnig segir hún þolendum kynferðisofbeldis sýndur lítill stuðningur í Níkaragva. Heiðrún þurfti sjálf að greiða lögfræðingi til að geta lagt fram kæru og fylgt málinu eftir en eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar setti hópur undir nafninu Aktívismi gegn nauðgunarmenningu af stað söfnun til styrktar henni.vísir/stefán„Ég er svo þakklát fyrir stuðninginn. Fjárhæðin dugði akkúrat fyrir lögfræðikostnaðinum,“ segir Heiðrún sem kom til Íslands í fyrradag eftir níu mánaða dvöl í landinu þar sem hún starfaði sem au pair. Tveimur dögum áður en hún fór heim var loks fjallað um mál hennar fyrir rétti en Heiðrún var farin að halda að málið yrði fellt niður. Málið er nú í höndum réttarins en meintur gerandi hefur enn ekki verið handtekinn eða látinn vita af kærunni. Heiðrún segir málið vera farið að fréttast um landið eftir að Iceland Magazine birti frétt Fréttablaðsins á ensku. „Næst á dagskrá er að koma málinu að í fjölmiðlum úti en það er hægara sagt en gert þar sem allir fjölmiðlar eru ríkisreknir. Þar sem nauðgarinn er þekktur gætu stjórnvöld reynt að þagga málið niður því það er verið að byggja upp ferðaþjónustu í landinu og mikil landkynning í gangi. En ég læt það ekki hafa áhrif á mína baráttu,“ segir Heiðrún sem er þó fegin að vera komin langt í burtu frá erfiðum aðstæðum og nýtur þess nú að vera í fangi fjölskyldu og vina. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49 Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag. 28. apríl 2016 17:49
Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Heiðrún Mjöll Bachmann lagði fram kæru á föstudag. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. 28. apríl 2016 05:00