Kópavogsbær svarar engu um kröfur fyrrverandi embættismanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Þórður Clausen Þórðarson, fyrrverandi bæjarlögmaður Kópavogs, var skipaður héraðsdómari 2013. vísir/gva Tveir lögmenn sem störfuðu hjá Kópavogsbæ krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt afturvirkt. Um er að ræða þá Þórð Clausen Þórðarson, sem var bæjarlögmaður Kópavogs í 26 ár, frá 1987 til 2013, og Geir A. Marelsson, skrifstofustjóra framkvæmdasviðs bæjarins á árunum 2004 til 2009. Ekki náðist tal af Þórði og Geir í gær en báðir óskuðu þeir í apríl eftir „leiðréttingu launa vegna kjarabreytinga við ákvörðun launaþróunar samkvæmt ráðningarsamningi“, eins og málið er kynnt í fundargerð bæjarráðs. Geir hefur þess utan kært bæinn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum sem hann óskaði eftir. Kópavogsbær neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af kröfum Þórðar og Geirs. „Um er að ræða upplýsingar er varða starfssamband milli Kópavogsbæjar og fyrrverandi starfsmanna sveitarfélagsins, en þess háttar upplýsingar eru undanþegnar upplýsingarétti,“ segir í svari bæjarins. Þá neitar Kópavogsbær einnig á svipuðum forsendum að svara spurningum Fréttablaðsins varðandi innihald krafna Þórðar og Geirs og afstöðu bæjarins til þeirra. „Erindi þessara starfsmanna eru í vinnslu og veitir bærinn ekki upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í svari Kópavogsbæjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tveir lögmenn sem störfuðu hjá Kópavogsbæ krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt afturvirkt. Um er að ræða þá Þórð Clausen Þórðarson, sem var bæjarlögmaður Kópavogs í 26 ár, frá 1987 til 2013, og Geir A. Marelsson, skrifstofustjóra framkvæmdasviðs bæjarins á árunum 2004 til 2009. Ekki náðist tal af Þórði og Geir í gær en báðir óskuðu þeir í apríl eftir „leiðréttingu launa vegna kjarabreytinga við ákvörðun launaþróunar samkvæmt ráðningarsamningi“, eins og málið er kynnt í fundargerð bæjarráðs. Geir hefur þess utan kært bæinn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum sem hann óskaði eftir. Kópavogsbær neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af kröfum Þórðar og Geirs. „Um er að ræða upplýsingar er varða starfssamband milli Kópavogsbæjar og fyrrverandi starfsmanna sveitarfélagsins, en þess háttar upplýsingar eru undanþegnar upplýsingarétti,“ segir í svari bæjarins. Þá neitar Kópavogsbær einnig á svipuðum forsendum að svara spurningum Fréttablaðsins varðandi innihald krafna Þórðar og Geirs og afstöðu bæjarins til þeirra. „Erindi þessara starfsmanna eru í vinnslu og veitir bærinn ekki upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í svari Kópavogsbæjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira