Hnattræn peningamarkaðsskilyrði harðna enn lars christensen skrifar 25. maí 2016 09:30 Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun