Fréttahaukur í lífshættu: „Þegar ég sé grænt, þá keyri ég!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 10:52 Steingrímur Sævarr hefur að einhverju leyti samúð með þeim sem hneykslast á hjólreiðafólki enda hefur hann sem skokkari stundum komist í hann krappann. Vísir/Andri Marinó/Loftmyndir.is „Ég er alltaf sallarólegur, en þetta var öðruvísi byrjun á vinnudeginum,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, ráðgjafi á sviði almannatengsla og fyrrverandi fréttastjóri, sem lenti í lífsháska á leið sinni til vinnu í morgun. Hann telur að ökumaður bifreiðar hafi reynt að keyra hann viljandi niður. Steingrímur hjólar til vinnu og var á hjólastígnum við Suðurlandsbraut á leið í vesturátt þegar hann nálgaðist gatnamótin við Reykjaveg. Náði honum við Grand Hótel „Það eru engin geimvísindi að ef hjólreiðamaður lendir í árekstri við bifreið, hvort sem hann er í rétti eða ekki, þá fer hann verr út úr því en ökumaðurinn,“ segir Steingrímur Sævarr í samtali við Vísi. Hann hafi því hægt ferðina þrátt fyrir að við blasti grænt ljós en umferðarljósin á umræddum gatnamótum snúa að akandi, gangandi og hjólandi. Grænt var fyrir hjólandi. „Ég sé að það er grænt en hægi á mér og lít til hliðar. Við horfumst í augu, það er grænt hjá mér svo ég hjóla af stað. Þá gefur hann í, ég heyri það,“ segir Steingrímur en ökumaðurinn „rétt missti af honum“ eins og Steingrímur orðar það í Fésbókarfærslu um atvikið. „Hann keyrir niður Reykjaveginn og flautar á mig,“ segir Steingrímur ekki par sáttur við hegðun samborgarans sem rétt missti af Steingrími eins og hann orðar það. Hann sá að ökumaðurinn beygði inn Sigtúnið sem er botnlangi. Ákvað hann því að elta bílinn og náði honum við Grand Hótel. „Þar hélt hann smá fyrirlestur fyrir mig um það hvernig hjólreiðafólk væri að eyðileggja íslenska umferðarmenningu,“ segir Steingrímur. Hann hafi spurt ökumanninn hvaða litur hafi verið á ljósinu sínu, fyrir hjólandi og fengið svarið: „Þegar ég sé grænt þá keyri ég!“Sýndi honum vísifingurinn Steingrímur segist hafa bent honum á að þetta væri líklega ekki gáfulegasti mátinn til að haga sér í umferðinni. Þá væri það hans skoðun að menn eins og ökumaðurinn væru að eyðileggja íslenska umferðarmenningu. Maðurinn sagðist í framhaldinu ætla að ræða við Steingrím síðar en bætti þó við að hann hefði ekkert nánar við hann að ræða og arkaði inn á Grand Hótel. „Svo sneri hann sér við og rétti mér vísifingurinn,“ segir Steingrímur sem myndaði átakamanninn í sömu andrá. „Ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Steingrímur sem telur að viðmælandi hans hafi líklega átt betri daga en þennan. Hann hefur hins vegar ákveðinn skilning með sjónarmiðum hans. „Ég hef stundum rétt sloppið úti að skokka þegar hjólreiðamenn taka fram úr mér á mikilli ferð án þess að hringja bjöllu,“ segir Steingrímur. Hann skilji vel pirring fólks út í hjólreiðamenn. „Ég er ekki í latexgalla og á bjöllulausu lofthjóli. Ég er bara á mínu fjallahjóli og hjóla afskaplega rólega.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Ég er alltaf sallarólegur, en þetta var öðruvísi byrjun á vinnudeginum,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, ráðgjafi á sviði almannatengsla og fyrrverandi fréttastjóri, sem lenti í lífsháska á leið sinni til vinnu í morgun. Hann telur að ökumaður bifreiðar hafi reynt að keyra hann viljandi niður. Steingrímur hjólar til vinnu og var á hjólastígnum við Suðurlandsbraut á leið í vesturátt þegar hann nálgaðist gatnamótin við Reykjaveg. Náði honum við Grand Hótel „Það eru engin geimvísindi að ef hjólreiðamaður lendir í árekstri við bifreið, hvort sem hann er í rétti eða ekki, þá fer hann verr út úr því en ökumaðurinn,“ segir Steingrímur Sævarr í samtali við Vísi. Hann hafi því hægt ferðina þrátt fyrir að við blasti grænt ljós en umferðarljósin á umræddum gatnamótum snúa að akandi, gangandi og hjólandi. Grænt var fyrir hjólandi. „Ég sé að það er grænt en hægi á mér og lít til hliðar. Við horfumst í augu, það er grænt hjá mér svo ég hjóla af stað. Þá gefur hann í, ég heyri það,“ segir Steingrímur en ökumaðurinn „rétt missti af honum“ eins og Steingrímur orðar það í Fésbókarfærslu um atvikið. „Hann keyrir niður Reykjaveginn og flautar á mig,“ segir Steingrímur ekki par sáttur við hegðun samborgarans sem rétt missti af Steingrími eins og hann orðar það. Hann sá að ökumaðurinn beygði inn Sigtúnið sem er botnlangi. Ákvað hann því að elta bílinn og náði honum við Grand Hótel. „Þar hélt hann smá fyrirlestur fyrir mig um það hvernig hjólreiðafólk væri að eyðileggja íslenska umferðarmenningu,“ segir Steingrímur. Hann hafi spurt ökumanninn hvaða litur hafi verið á ljósinu sínu, fyrir hjólandi og fengið svarið: „Þegar ég sé grænt þá keyri ég!“Sýndi honum vísifingurinn Steingrímur segist hafa bent honum á að þetta væri líklega ekki gáfulegasti mátinn til að haga sér í umferðinni. Þá væri það hans skoðun að menn eins og ökumaðurinn væru að eyðileggja íslenska umferðarmenningu. Maðurinn sagðist í framhaldinu ætla að ræða við Steingrím síðar en bætti þó við að hann hefði ekkert nánar við hann að ræða og arkaði inn á Grand Hótel. „Svo sneri hann sér við og rétti mér vísifingurinn,“ segir Steingrímur sem myndaði átakamanninn í sömu andrá. „Ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Steingrímur sem telur að viðmælandi hans hafi líklega átt betri daga en þennan. Hann hefur hins vegar ákveðinn skilning með sjónarmiðum hans. „Ég hef stundum rétt sloppið úti að skokka þegar hjólreiðamenn taka fram úr mér á mikilli ferð án þess að hringja bjöllu,“ segir Steingrímur. Hann skilji vel pirring fólks út í hjólreiðamenn. „Ég er ekki í latexgalla og á bjöllulausu lofthjóli. Ég er bara á mínu fjallahjóli og hjóla afskaplega rólega.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira