Svikin loforð menntamálaráðherra Guðríður Arnardóttir skrifar 25. maí 2016 11:32 Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar