Þjófaþjóðfélagið Guðjón Jensson skrifar 26. maí 2016 07:00 Einhvern tíma á síðustu öld var einn af virtustu prestum í Reykjavík að jarðsyngja þjóf. Á viðeigandi stað í útfararræðunni vék presturinn að ævistarfi þess látna á nokkurn sérstæðan hátt: „Þegar aðrir sváfu, var hinn framliðni ævinlega vinnusamur og einstaklega áhugasamur um að varðveita eigur manna og sýndi alúð við starf sitt. Hann var sístarfandi og umhirðusamur, það sem aðrir þjóðfélagsþegnar söknuðu fannst iðulega hjá honum.“ Ekki fer nánari sögum hvaða mælski prestur hafi átt þarna hlut að máli. Líkindi eru til að það hafi annaðhvort verið dómkirkjupresturinn séra Bjarni Jónsson eða séra Jakob Jónsson. Báðir þóttu þessir prestar vera miklir ræðuskörungar. Mér dettur einhvern veginn í hug þessi ummæli prestsins um þjófinn þegar fréttir berast af gríðarlegum fjárhæðum erlendis sem farið hafa um hendur nokkurra hundraða Íslendinga og hafa komið við sögu aflandsfélaga í skattaskjólum. Margt af þessu fólki komst alltaf undan með þessar gríðarlegu eignir sem það hafði af fólki sem freistaðist til að fjárfesta í hlutabréfum með sparnaði sínum. Það er með ólíkindum að nokkur maður hafi komist yfir annan eins auð með heiðarlegri launavinnu. En hvernig fóru þessir athafnamenn að? Formúlan var e.t.v. tiltölulega einföld: Stofnuð voru nokkur hlutafélög sem seldu hvert öðru eignir á uppsprengdu verði. Eitt eða tvö hlutafélög voru síðan skilin eftir munaðarlaus og allar skuldir skildar eftir þar. Þessi fyrirtæki voru því mjög skuldsett eftir að öllum eignum var komið undan til huldufélaga sem enginn mátti vita af.Átu fyrirtækin að innan Sum þessara fyrirtækja voru hlutafélög sem lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur áttu að miklu leyti en þeim var meira og minna stjórnað af fjárglæframönnum sem fyrst og fremst stjórnuðu þeim með eigin hagsmuni í huga. Þessir aðilar bókstaflega „átu“ fyrirtækin að innan og skildu allt eftir í rjúkandi rústum. Þeir eiga sína fulltrúa í æðstu stjórn íslenska ríkisins, í ríkisstjórn og stjórnkerfinu. Með tiltölulega einföldum rökum má jafnvel benda á að núverandi forseti íslenska lýðveldisins sé „verndari“ þessarar spillingarhjarðar. Hann telur sig vera nokkurs konar „öryggisventil“ samfélagsins hvernig svo sem hann leggur sinn eigin skilning í það hugtak. En einkennilegt er að þessi sami „öryggisventill“ virðist ekki virka nema stundum. Þannig virkaði hann mjög vel í svonefndu Icesave-máli sem fyrrverandi forsætisráðherra blés upp í þjóðrembustíl. Þá var dregin athygli landsmanna frá sukkinu í rekstri Kaupþings banka. Auk þess var grafið mjög hratt undan trausti ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. „Öryggisventillinn“ var hins vegar óvirkur þegar tugir þúsunda landsmanna vildu að útgerðin greiddi eðlilega fyrir afnot sín af náttúruauðlindum þjóðarinnar. Og hvað með merkasta starf í sögu þjóðarinnar, að setja landsmönnum nýja stjórnarskrá? „Öryggisventillinn“ lagðist á sveifina með auðmönnunum og gerði lítið úr. Gamla úrelta stjórnarskráin var talin af ýmsum íhaldssálum vera fullgóð! Og heldur má ekki ræða um nánari samvinnu við Evrópusambandið til að efla mannréttindi og lýðræði í okkar landi! Auðmennirnir vilja hafa tvöfaldan gjaldmiðil: Erlenda reikninga á stöðugu gengi fyrir sig en venjulegt fólk á að sætta sig við krónuna sem hægt er að gengisfella með einu pennastriki! Launakjör, lýðræði og mannréttindi eru höfð á eins lágu stigi og kemur auðmönnum Íslands að gagni. Þessu verðum við breyta! Hugum að því í næstu forsetakosningum!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Einhvern tíma á síðustu öld var einn af virtustu prestum í Reykjavík að jarðsyngja þjóf. Á viðeigandi stað í útfararræðunni vék presturinn að ævistarfi þess látna á nokkurn sérstæðan hátt: „Þegar aðrir sváfu, var hinn framliðni ævinlega vinnusamur og einstaklega áhugasamur um að varðveita eigur manna og sýndi alúð við starf sitt. Hann var sístarfandi og umhirðusamur, það sem aðrir þjóðfélagsþegnar söknuðu fannst iðulega hjá honum.“ Ekki fer nánari sögum hvaða mælski prestur hafi átt þarna hlut að máli. Líkindi eru til að það hafi annaðhvort verið dómkirkjupresturinn séra Bjarni Jónsson eða séra Jakob Jónsson. Báðir þóttu þessir prestar vera miklir ræðuskörungar. Mér dettur einhvern veginn í hug þessi ummæli prestsins um þjófinn þegar fréttir berast af gríðarlegum fjárhæðum erlendis sem farið hafa um hendur nokkurra hundraða Íslendinga og hafa komið við sögu aflandsfélaga í skattaskjólum. Margt af þessu fólki komst alltaf undan með þessar gríðarlegu eignir sem það hafði af fólki sem freistaðist til að fjárfesta í hlutabréfum með sparnaði sínum. Það er með ólíkindum að nokkur maður hafi komist yfir annan eins auð með heiðarlegri launavinnu. En hvernig fóru þessir athafnamenn að? Formúlan var e.t.v. tiltölulega einföld: Stofnuð voru nokkur hlutafélög sem seldu hvert öðru eignir á uppsprengdu verði. Eitt eða tvö hlutafélög voru síðan skilin eftir munaðarlaus og allar skuldir skildar eftir þar. Þessi fyrirtæki voru því mjög skuldsett eftir að öllum eignum var komið undan til huldufélaga sem enginn mátti vita af.Átu fyrirtækin að innan Sum þessara fyrirtækja voru hlutafélög sem lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur áttu að miklu leyti en þeim var meira og minna stjórnað af fjárglæframönnum sem fyrst og fremst stjórnuðu þeim með eigin hagsmuni í huga. Þessir aðilar bókstaflega „átu“ fyrirtækin að innan og skildu allt eftir í rjúkandi rústum. Þeir eiga sína fulltrúa í æðstu stjórn íslenska ríkisins, í ríkisstjórn og stjórnkerfinu. Með tiltölulega einföldum rökum má jafnvel benda á að núverandi forseti íslenska lýðveldisins sé „verndari“ þessarar spillingarhjarðar. Hann telur sig vera nokkurs konar „öryggisventil“ samfélagsins hvernig svo sem hann leggur sinn eigin skilning í það hugtak. En einkennilegt er að þessi sami „öryggisventill“ virðist ekki virka nema stundum. Þannig virkaði hann mjög vel í svonefndu Icesave-máli sem fyrrverandi forsætisráðherra blés upp í þjóðrembustíl. Þá var dregin athygli landsmanna frá sukkinu í rekstri Kaupþings banka. Auk þess var grafið mjög hratt undan trausti ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. „Öryggisventillinn“ var hins vegar óvirkur þegar tugir þúsunda landsmanna vildu að útgerðin greiddi eðlilega fyrir afnot sín af náttúruauðlindum þjóðarinnar. Og hvað með merkasta starf í sögu þjóðarinnar, að setja landsmönnum nýja stjórnarskrá? „Öryggisventillinn“ lagðist á sveifina með auðmönnunum og gerði lítið úr. Gamla úrelta stjórnarskráin var talin af ýmsum íhaldssálum vera fullgóð! Og heldur má ekki ræða um nánari samvinnu við Evrópusambandið til að efla mannréttindi og lýðræði í okkar landi! Auðmennirnir vilja hafa tvöfaldan gjaldmiðil: Erlenda reikninga á stöðugu gengi fyrir sig en venjulegt fólk á að sætta sig við krónuna sem hægt er að gengisfella með einu pennastriki! Launakjör, lýðræði og mannréttindi eru höfð á eins lágu stigi og kemur auðmönnum Íslands að gagni. Þessu verðum við breyta! Hugum að því í næstu forsetakosningum!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun