Stytta má biðlista með því að nýta skurðstofur á Akranesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2016 21:36 Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira