Dr.Gabor Maté á leið til landsins Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. maí 2016 12:00 Dr. Gabor Maté hefur vakið mikla athygli fyrir hugmyndir sínar um fíkn. „Ég er búinn að vera aðdáandi Gabors í langan tíma,“ segir Máni Hrafnsson sem stendur fyrir komu kanadíska læknisins og fræðimannsins Dr. Gabor Maté til landsins í næsta mánuði. Gabor heldur þrjá fyrirlestra í Hörpu þann 12. júní næstkomandi. Gabor er þekktur fyrir óhefðbundnar aðferðir í meðferðarúrræðum fyrir langt leidda fíkla auk þess sem hann er þekktur fyrir athuganir sínar á athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð streitu. Einnig hafa vakið athygli skoðanir hans á beinum tengslum sálrænnan og líkamlegrar heilsu. Gabor starfaði um árabil í East Hastings í Vancouver, með langt leiddum fíklum og fólki með geðraskanir. Aðferðir Gabor hafa vakið mikla athygli þar sem hann þótti ná áður óþekktum árangri með aðferðum sínum. „Í staðinn fyrir að líta á fíkn sem sjúkdóm, hugsar hann frekar um fíkn sem afleiðingu af sjúkdómi, og reynir þar að leiðandi að komast að rót vandans,“ segir Máni um Gabor. „Ég kynntist honum fyrst þegar ég las bókina In the Realm of the Hungry Ghost þar sem hann fjallar um starf sitt sem læknir með langt leiddum fíklum sem höfðust við hina alræmdu götu East-Hastings í Vancouver, Kanada. Eftir það leitaði ég uppi það sem til er af skrifum hans og fyrirlestrum á hinum ýmsu netmiðlum,“ segir Máni. Hann segir sýn Gabors á fíkn hafa heillað.Máni Hrafnsson.„Eins og svo margir aðrir á ég fólk sem stendur mér mjög nærri sem hafa verið að berjast við alkólisma meira eða minna alla sína ævi. Það eru til þeir sem fara í meðferð og ná að rétta úr kútnum, á meðan allt of margir falla aftur og aftur. Ég varð heillaður af kenningum Gabors um hvað það er sem veldur fíkn, og hvernig má best meðhöndla hana,“ segir Máni. Gabor er eftirsóttur fyrirlesari og hafði Máni mikið fyrir því að ná sambandi við hann. „Undanfarin ár hefur Gabor tileinkað tímanum sínum alfarið í að skrifa bækur og halda fyrirlestra útum allan heim. Hann er bókaður tvö ár fram í tímann.Hann er hinsvegar hugsjónarmaður, og þegar mér tókst að hafa upp á honum í gegnum ýmsar krókaleiðir, og útskýra fyrir honum mikilvægi þess að koma til Íslands, þá sló hann til. Ég tel og vona, að Gabor geti haft langvarandi jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Ég vona að hann geti sannfært fólk um skynsamlelgri stefnu í fíkniefna og meðferðarmálum.“ Gabor er afkastamikill höfundur og hefur ritað nokkrar metsölubækur, sem komið hafa út á 20 tungumálum víða um heim. Einnig er hann annar tveggja stofnanda góðgerðarstofnunarinnar Compassion for Addiction, sem fæst við ávandabindingu, hefur hlotið Hubert Evans verðlaunin fyrir fagbókmenntir, er heiðursdoktor í lögum frá University of Northern British Columbia, hlaut mannúðarverðlaun Martin Luther King árið 2012 frá samtökunum Mothers Against Teen Violence og er dósent við afbrotafræðideild Simon Fraser háskóla í Vancouver. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Ég er búinn að vera aðdáandi Gabors í langan tíma,“ segir Máni Hrafnsson sem stendur fyrir komu kanadíska læknisins og fræðimannsins Dr. Gabor Maté til landsins í næsta mánuði. Gabor heldur þrjá fyrirlestra í Hörpu þann 12. júní næstkomandi. Gabor er þekktur fyrir óhefðbundnar aðferðir í meðferðarúrræðum fyrir langt leidda fíkla auk þess sem hann er þekktur fyrir athuganir sínar á athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsökum og meðferð streitu. Einnig hafa vakið athygli skoðanir hans á beinum tengslum sálrænnan og líkamlegrar heilsu. Gabor starfaði um árabil í East Hastings í Vancouver, með langt leiddum fíklum og fólki með geðraskanir. Aðferðir Gabor hafa vakið mikla athygli þar sem hann þótti ná áður óþekktum árangri með aðferðum sínum. „Í staðinn fyrir að líta á fíkn sem sjúkdóm, hugsar hann frekar um fíkn sem afleiðingu af sjúkdómi, og reynir þar að leiðandi að komast að rót vandans,“ segir Máni um Gabor. „Ég kynntist honum fyrst þegar ég las bókina In the Realm of the Hungry Ghost þar sem hann fjallar um starf sitt sem læknir með langt leiddum fíklum sem höfðust við hina alræmdu götu East-Hastings í Vancouver, Kanada. Eftir það leitaði ég uppi það sem til er af skrifum hans og fyrirlestrum á hinum ýmsu netmiðlum,“ segir Máni. Hann segir sýn Gabors á fíkn hafa heillað.Máni Hrafnsson.„Eins og svo margir aðrir á ég fólk sem stendur mér mjög nærri sem hafa verið að berjast við alkólisma meira eða minna alla sína ævi. Það eru til þeir sem fara í meðferð og ná að rétta úr kútnum, á meðan allt of margir falla aftur og aftur. Ég varð heillaður af kenningum Gabors um hvað það er sem veldur fíkn, og hvernig má best meðhöndla hana,“ segir Máni. Gabor er eftirsóttur fyrirlesari og hafði Máni mikið fyrir því að ná sambandi við hann. „Undanfarin ár hefur Gabor tileinkað tímanum sínum alfarið í að skrifa bækur og halda fyrirlestra útum allan heim. Hann er bókaður tvö ár fram í tímann.Hann er hinsvegar hugsjónarmaður, og þegar mér tókst að hafa upp á honum í gegnum ýmsar krókaleiðir, og útskýra fyrir honum mikilvægi þess að koma til Íslands, þá sló hann til. Ég tel og vona, að Gabor geti haft langvarandi jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Ég vona að hann geti sannfært fólk um skynsamlelgri stefnu í fíkniefna og meðferðarmálum.“ Gabor er afkastamikill höfundur og hefur ritað nokkrar metsölubækur, sem komið hafa út á 20 tungumálum víða um heim. Einnig er hann annar tveggja stofnanda góðgerðarstofnunarinnar Compassion for Addiction, sem fæst við ávandabindingu, hefur hlotið Hubert Evans verðlaunin fyrir fagbókmenntir, er heiðursdoktor í lögum frá University of Northern British Columbia, hlaut mannúðarverðlaun Martin Luther King árið 2012 frá samtökunum Mothers Against Teen Violence og er dósent við afbrotafræðideild Simon Fraser háskóla í Vancouver. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira