Þóttist vera leigubílstjóri og áreitti farþegann kynferðislega sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 16:49 Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á bílastæðinu hjá Fiskikónginum á Sogavegi. vísir/arnþór Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 29 ára karlmanni sem sakaður var um kynferðislega áreitni í garð konu í október 2013. Maðurinn hafði ekið konunni heim undir því yfirskini að hann væri leigubílstjóri. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í skaðabætur. Konan hafði orðið viðskila við vinkonu sína og var símalaus þegar hún hitti manninn á Laugaveginum. Maðurinn bauðst til þess að skutla konunni heim, sem hún og þáði. Konan áttaði sig fljótlega á því að maðurinn var ekki leigubílstjóri en hann kom fyrst við á heimili sínu og bauð henni inn. Hún neitaði og ítrekaði að hún vildi bara fara heim. Í kjölfarið ók maðurinn að bílastæði við Sogaveg og lagði þar bílnum.Skildi konuna þannig að hana langaði í „slátur“ Á ferð þeirra spurði maðurinn konuna hver uppáhalds matur hennar væri og svaraði hún slátur. Hann kvaðst hafa haldið að konan væri í orðaleikjum við sig og skilið hana á þann veg að hana langaði í slátur og ætti við getnaðarlim hans. Konan sagði manninn hafa lagt bifreiðinni og sagt „þú getur borðað mitt slátur“ og skilið það sem svo að hún ætti að totta hann. Hann viðurkenndi að hafa á endanum, eftir atlot sem hún hafi ekki haft á móti, klætt sig úr buxunum og hafa beint líkama hennar að lim hans og höfuðið stefnt að limnum. Að lokum varð manninum ljóst að konan vildi ekki náin kynni með honum og ók áleiðis í miðborgina þar sem hún átti heima. Við Alþingisreitinn var bifreiðin svo stöðvuð. Sagði maðurinn lögreglu fyrst að hann væri með frænku sína í bílnum en greinilegt var að konan var skelkuð. Svo greindi hún frá því að hún þekkti manninn ekki neitt en á sama tíma talaði hann um hana sem ástina sína. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni á meðan á bílferð stóð en þeim hluta var vísað frá af því engar lýsingar um hvað þar fór fram var að finna í ákæru. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni á bílastæðinu og hlaut sem fyrr segir þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir þann hluta. Rannsókn lögreglu á málinu lauk í desember 2013 og barst málið ríkissaksóknara í mars 2014, en ákæra var ekki gefin út fyrr en um ári síðar. Vegna dráttar við meðferð málsins taldi dómurinn ekki koma til álita að þyngja refsingu ákærða. Aldur konunnar er ekki tilgreindur, en í dómnum segir að um hafi verið að ræða brot gegn ungri stúlku. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 29 ára karlmanni sem sakaður var um kynferðislega áreitni í garð konu í október 2013. Maðurinn hafði ekið konunni heim undir því yfirskini að hann væri leigubílstjóri. Honum var gert að greiða 400 þúsund krónur í skaðabætur. Konan hafði orðið viðskila við vinkonu sína og var símalaus þegar hún hitti manninn á Laugaveginum. Maðurinn bauðst til þess að skutla konunni heim, sem hún og þáði. Konan áttaði sig fljótlega á því að maðurinn var ekki leigubílstjóri en hann kom fyrst við á heimili sínu og bauð henni inn. Hún neitaði og ítrekaði að hún vildi bara fara heim. Í kjölfarið ók maðurinn að bílastæði við Sogaveg og lagði þar bílnum.Skildi konuna þannig að hana langaði í „slátur“ Á ferð þeirra spurði maðurinn konuna hver uppáhalds matur hennar væri og svaraði hún slátur. Hann kvaðst hafa haldið að konan væri í orðaleikjum við sig og skilið hana á þann veg að hana langaði í slátur og ætti við getnaðarlim hans. Konan sagði manninn hafa lagt bifreiðinni og sagt „þú getur borðað mitt slátur“ og skilið það sem svo að hún ætti að totta hann. Hann viðurkenndi að hafa á endanum, eftir atlot sem hún hafi ekki haft á móti, klætt sig úr buxunum og hafa beint líkama hennar að lim hans og höfuðið stefnt að limnum. Að lokum varð manninum ljóst að konan vildi ekki náin kynni með honum og ók áleiðis í miðborgina þar sem hún átti heima. Við Alþingisreitinn var bifreiðin svo stöðvuð. Sagði maðurinn lögreglu fyrst að hann væri með frænku sína í bílnum en greinilegt var að konan var skelkuð. Svo greindi hún frá því að hún þekkti manninn ekki neitt en á sama tíma talaði hann um hana sem ástina sína. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni á meðan á bílferð stóð en þeim hluta var vísað frá af því engar lýsingar um hvað þar fór fram var að finna í ákæru. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni á bílastæðinu og hlaut sem fyrr segir þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir þann hluta. Rannsókn lögreglu á málinu lauk í desember 2013 og barst málið ríkissaksóknara í mars 2014, en ákæra var ekki gefin út fyrr en um ári síðar. Vegna dráttar við meðferð málsins taldi dómurinn ekki koma til álita að þyngja refsingu ákærða. Aldur konunnar er ekki tilgreindur, en í dómnum segir að um hafi verið að ræða brot gegn ungri stúlku.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira