Innlent

Fá 100 milljónir króna upp í 257 milljóna halla

Dimmitering í Kvennó í hitteðfyrra. Skólinn er einn af sjö sem fengið hafa sérstakt framlag til að mæta rekstrarvanda. Fréttablaðið/Daníel
Dimmitering í Kvennó í hitteðfyrra. Skólinn er einn af sjö sem fengið hafa sérstakt framlag til að mæta rekstrarvanda. Fréttablaðið/Daníel
Menntamál Sjö framhaldsskólar sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa fengið greidd framlög sem ætlað er að mæta vandanum, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.  Framlögin eru sögð taka mið af rekstraráætlun skólanna og vera greidd út þrátt fyrir uppsafnaða skuld við ríkissjóð. „Framlögin nema alls tæpum 100 milljónum króna og voru ákveðin eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið höfðu farið yfir stöðu skóla sem glíma við greiðsluvanda,“ segir í umfjöllun á vef ráðuneytisins. Skólarnir sem um er að ræða eru Menntaskólinn á Akureyri, Kvennaskólinn í Reykjavík, Flensborgarskóli, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. „Samanlagður rekstrarhalli þessara skóla nam 257 milljónum króna um síðustu áramót.“ – óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×