Eigin fordómar verstir Elín Albertsdóttir skrifar 28. maí 2016 10:00 Tara Ösp Tjörvadóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur. MYND/ANTON BRINK Tara Ösp Tjörvadóttir hlaut hvatningaverðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar á þriðjudag. Tara hlaut verðlaunin fyrir samfélagsbyltinguna #égerekkitabú og baráttu á móti fordómum gegn andlegum sjúkdómum. Tara Ösp hefur sjálf barist við þunglyndi frá 15 ára aldri. Hún segir að eigin fordómar hafi verið verstir. Tara Ösp vakti mikla athygli fyrir andlitsmyndir sínar af fólki sem glímt hefur við þunglyndi. Á síðasta ári var hún valin Austfirðingur ársins en Tara Ösp ólst upp fyrir austan þar sem ekki voru í boði mörg úrræði fyrir andlega veikt fólk. Það er JCI Ísland sem heiðrar framúrskarandi Íslendinga. Um 200 ábendingar bárust JCI og voru tíu einstaklingar valdir úr þeim hópi. Tara Ösp var síðan valin úr þeim hópi. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhendir þau. „Það voru margir frábærir einstaklingar sem voru tilnefndir og það kom mér virkilega á óvart að ég skyldi hljóta verðlaunin. Mjög skemmtilegt,“ segir Tara Ösp sem stofnaði auk annars Facebook-hópinn Geðsjúk sem hefur fengið frábærar viðtökur. Hún hefur sannarlega opnað umræðuna um andleg veikindi. „Ég er að vinna að fræðslu- og heimildarmynd um fordóma og andleg veikindi sem verður tilbúin fljótlega á næsta ári. Myndin mun segja frá hvaða áhrif fordómar hafa á andlegu heilsu. Eigin fordómar vega oft þyngst. Ég vil hjálpa fólki að takast á við þessa eigin fordóma. Ljósmyndaverkefnið mitt var liður í því,“ segir Tara Ösp. „Myndirnar voru á heimasíðu minni en hún var því miður hökkuð nýlega og ég er ekki búin að koma henni upp aftur. Myndirnar má líka sjá á Facebook.“Bara aumingi Tara hefur glímt við þunglyndi í tólf ár. „Ég greindist fimmtán ára og fann þá strax fyrir fordómum og skorti á stuðningi frá samfélaginu. Það gerði að verkum að ég fór að fela veikindin í stað þess að takast á við þau. Mikið þekkingarleysi var á þessum sjúkdómi hjá fólki sem stóð mér næst. Ég heyrði gjarnan sagt: „Það er ekkert að þér nema leti.“ Fólk sá þetta ekki sem sjúkdóm heldur var ég bara einhver aumingi. Það hafði þau áhrif að mér fór að finnast það sjálfri. Batinn var því enginn,“ segir hún. „Þegar ég var greind flæktist ég á milli sérfræðinga. Fór til sálfræðings sem sagðist ekkert gera gert fyrir mig þar sem ég væri of veik. Það hafði ekki hvetjandi áhrif til að leita frekari aðstoðar.“Opnaði mig með bréfi Tara Ösp stundaði nám í margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn en er nýflutt heim. „Það var ekki fyrr en árið 2014 sem ég horfðist í augu við sjúkdóminn og byrjaði að taka lyf við honum. Þá fyrst áttaði ég mig á hversu veik ég hafði verið og gat farið að lifa eðlilegu lífi. Á þessum tíma hætti ég með barnsföður mínum og fór úr ákveðnu öryggi í það að standa á eigin fótum með dóttur mína. Líf mitt breyttist mjög mikið eftir að ég fór að taka lyfin. Það varð allt í einu auðvelt að takast á við dagleg verkefni. Neikvæðar raddir í höfðinu á mér hurfu. Áður fór gríðarleg orka í að bægja þessum röddum frá og reyna að hugsa jákvætt,“ segir hún. „Um svipað leyti sýndi náinn ættingi minn öll merki um þunglyndi. Mér fannst mjög erfitt að horfa upp á hann þjást. Hann viðurkenndi ekki fyrir sjálfum sér að hann væri veikur. Ég tók mig því til um miðnætti einn daginn og skrifaði veikindasögu mína. Ég opnaði mig í fyrsta skipti og sendi honum bréfið. Daginn eftir fékk ég símtal. Hann viðurkenndi að bréfið hefði opnað augu sín og hann væri búinn að panta tíma hjá lækni. Í framhaldinu velti ég því fyrir mér að ef bréfið hjálpaði honum gæti það kannski haft áhrif á fleiri. Ég birti þess vegna bréfið á netinu og fékk ótrúleg viðbrögð. Tölvupósti rigndi yfir mig frá alls konar fólki sem var í þessari sömu stöðu. Þá áttaði ég mig á að þarna væri gríðarlegt samfélagslegt vandamál sem þyrfti að vinna með,“ segir Tara Ösp.Nakin á sviði Tara Ösp segir að það hafi verið gríðarlegur léttir að fá öll þessi viðbrögð. „Eftir að ég setti bréfið á netið leið mér eins og ég stæði nakin á sviði. Ég er mjög lokuð persóna svo það var undarlegt að opna sig fyrir alþjóð með þennan sjúkdóm sem ég hafði aldrei rætt um. Það var því ótrúlega gott að fá öll þessu jákvæðu viðbrögð. Virkileg hvatning til að halda áfram á sömu braut. Í dag verð ég með fyrirlestur á ráðstefnu TedxReykjavík í Austurbæ um hvernig samfélagsmiðlar geta bætt andlega heilsu okkar. Þangað eru allir velkomnir,“ segir Tara Ösp sem segist hafa lært að lifa með sjúkdómnum. „Vonandi á ég eftir að vera með fleiri fyrirlestra. Ég vil gera allt sem ég get til að leggja þessu málefni lið. Að vera valin framúrskarandi ungur Íslendingur er mikil viðurkenning og hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Tara Ösp Tjörvadóttir hlaut hvatningaverðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar á þriðjudag. Tara hlaut verðlaunin fyrir samfélagsbyltinguna #égerekkitabú og baráttu á móti fordómum gegn andlegum sjúkdómum. Tara Ösp hefur sjálf barist við þunglyndi frá 15 ára aldri. Hún segir að eigin fordómar hafi verið verstir. Tara Ösp vakti mikla athygli fyrir andlitsmyndir sínar af fólki sem glímt hefur við þunglyndi. Á síðasta ári var hún valin Austfirðingur ársins en Tara Ösp ólst upp fyrir austan þar sem ekki voru í boði mörg úrræði fyrir andlega veikt fólk. Það er JCI Ísland sem heiðrar framúrskarandi Íslendinga. Um 200 ábendingar bárust JCI og voru tíu einstaklingar valdir úr þeim hópi. Tara Ösp var síðan valin úr þeim hópi. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhendir þau. „Það voru margir frábærir einstaklingar sem voru tilnefndir og það kom mér virkilega á óvart að ég skyldi hljóta verðlaunin. Mjög skemmtilegt,“ segir Tara Ösp sem stofnaði auk annars Facebook-hópinn Geðsjúk sem hefur fengið frábærar viðtökur. Hún hefur sannarlega opnað umræðuna um andleg veikindi. „Ég er að vinna að fræðslu- og heimildarmynd um fordóma og andleg veikindi sem verður tilbúin fljótlega á næsta ári. Myndin mun segja frá hvaða áhrif fordómar hafa á andlegu heilsu. Eigin fordómar vega oft þyngst. Ég vil hjálpa fólki að takast á við þessa eigin fordóma. Ljósmyndaverkefnið mitt var liður í því,“ segir Tara Ösp. „Myndirnar voru á heimasíðu minni en hún var því miður hökkuð nýlega og ég er ekki búin að koma henni upp aftur. Myndirnar má líka sjá á Facebook.“Bara aumingi Tara hefur glímt við þunglyndi í tólf ár. „Ég greindist fimmtán ára og fann þá strax fyrir fordómum og skorti á stuðningi frá samfélaginu. Það gerði að verkum að ég fór að fela veikindin í stað þess að takast á við þau. Mikið þekkingarleysi var á þessum sjúkdómi hjá fólki sem stóð mér næst. Ég heyrði gjarnan sagt: „Það er ekkert að þér nema leti.“ Fólk sá þetta ekki sem sjúkdóm heldur var ég bara einhver aumingi. Það hafði þau áhrif að mér fór að finnast það sjálfri. Batinn var því enginn,“ segir hún. „Þegar ég var greind flæktist ég á milli sérfræðinga. Fór til sálfræðings sem sagðist ekkert gera gert fyrir mig þar sem ég væri of veik. Það hafði ekki hvetjandi áhrif til að leita frekari aðstoðar.“Opnaði mig með bréfi Tara Ösp stundaði nám í margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn en er nýflutt heim. „Það var ekki fyrr en árið 2014 sem ég horfðist í augu við sjúkdóminn og byrjaði að taka lyf við honum. Þá fyrst áttaði ég mig á hversu veik ég hafði verið og gat farið að lifa eðlilegu lífi. Á þessum tíma hætti ég með barnsföður mínum og fór úr ákveðnu öryggi í það að standa á eigin fótum með dóttur mína. Líf mitt breyttist mjög mikið eftir að ég fór að taka lyfin. Það varð allt í einu auðvelt að takast á við dagleg verkefni. Neikvæðar raddir í höfðinu á mér hurfu. Áður fór gríðarleg orka í að bægja þessum röddum frá og reyna að hugsa jákvætt,“ segir hún. „Um svipað leyti sýndi náinn ættingi minn öll merki um þunglyndi. Mér fannst mjög erfitt að horfa upp á hann þjást. Hann viðurkenndi ekki fyrir sjálfum sér að hann væri veikur. Ég tók mig því til um miðnætti einn daginn og skrifaði veikindasögu mína. Ég opnaði mig í fyrsta skipti og sendi honum bréfið. Daginn eftir fékk ég símtal. Hann viðurkenndi að bréfið hefði opnað augu sín og hann væri búinn að panta tíma hjá lækni. Í framhaldinu velti ég því fyrir mér að ef bréfið hjálpaði honum gæti það kannski haft áhrif á fleiri. Ég birti þess vegna bréfið á netinu og fékk ótrúleg viðbrögð. Tölvupósti rigndi yfir mig frá alls konar fólki sem var í þessari sömu stöðu. Þá áttaði ég mig á að þarna væri gríðarlegt samfélagslegt vandamál sem þyrfti að vinna með,“ segir Tara Ösp.Nakin á sviði Tara Ösp segir að það hafi verið gríðarlegur léttir að fá öll þessi viðbrögð. „Eftir að ég setti bréfið á netið leið mér eins og ég stæði nakin á sviði. Ég er mjög lokuð persóna svo það var undarlegt að opna sig fyrir alþjóð með þennan sjúkdóm sem ég hafði aldrei rætt um. Það var því ótrúlega gott að fá öll þessu jákvæðu viðbrögð. Virkileg hvatning til að halda áfram á sömu braut. Í dag verð ég með fyrirlestur á ráðstefnu TedxReykjavík í Austurbæ um hvernig samfélagsmiðlar geta bætt andlega heilsu okkar. Þangað eru allir velkomnir,“ segir Tara Ösp sem segist hafa lært að lifa með sjúkdómnum. „Vonandi á ég eftir að vera með fleiri fyrirlestra. Ég vil gera allt sem ég get til að leggja þessu málefni lið. Að vera valin framúrskarandi ungur Íslendingur er mikil viðurkenning og hvatning til að halda áfram á sömu braut.“
Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira