David Erik nýr formaður LÍS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 17:07 David Erik Mollberg David Erik Mollberg tók við formennsku Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á skiptafundi félaganna þann 20. maí síðastliðinn. Hann hlaut kjör á árlegu landsþingi samtakanna sem haldið var helgina 18. - 20. mars. David tekur við formannsembættinu af Nönnu Elísu Jakobsdóttur. David stundar nám í rekstarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og hefur setið sem fulltrúi SFHR í LÍS síðastliðið ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LÍS. Þingið var skipulagt af Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík (SFHR) og var haldið í Háskólanum á Bifröst með yfirskriftinni „Rannsóknir og nýsköpun - fjárfesting til framtíðar“. Alls sóttu þingið um fimmtíu fulltrúar frá öllum aðildarfélögum LÍS en allir háskólar á landinu, auk Sambands íslenskra námsmana erlendis, eiga aðild að samtökunum. Aðildarfélögin tilnefndu fulltrúa sína í framkvæmdastjórn á landsþinginu en í henni sitja: Anna Sif Guðmundsdóttir og Ketill Sigurður Jóelsson fyrir Félag stúdenta á Akureyri, Erna Hlín Einarsdóttir og Hallur Guðmundsson fyrir Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Jóhann Már Berry og Pavle Estrajher fyrir Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands, Elsa María Guðlaugsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir fyrir Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Tinna Dögg Guðlaugsdóttir og Íris Gunnarsdóttir fyrir Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Elise Englund Berge fyrir Stúdentafélag Hólaskóla, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Håkon Broder Lund fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Kolbrún Þorfinnsdóttir og Þórður Jóhannsson fyrir Samband íslenskra námsmanna erlendis. LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu. Á stjórnarfundi European Students Union (ESU) sem haldinn var dagana 19. - 21. maí var LÍS samþykkt sem fullgildur meðlimur samtakanna. Á fundinum koma saman fulltrúar frá 45 aðildarfélögum úr 38 löndum í Evrópu til að ræða og afgreiða ýmis mál sem varða eflingu æðri menntunar í Evrópu. Fulltrúrar LÍS voru þau Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson. Umsóknarferlið tók um það bil ár en í því fólst meðal annars heimsókn teymis frá ESU sem skoðuðu ítarlega samtökin og samskipti þeirra við helstu aðila menntakerfisins sem og þátttöku stúdenta í þróun þess. Eftir heimsóknina skilaði teymið af sér skýrslu sem er tekin var fyrir og rædd á stjórnarfundinum. LÍS var samþykkt sem fullgildur aðili að ESU með einróma kosningu en það þykir afar sjaldgæft að félag sé kosið einróma. LÍS var stofnað árið 2013 og er hlutverk samtakanna að standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á erlendis. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
David Erik Mollberg tók við formennsku Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á skiptafundi félaganna þann 20. maí síðastliðinn. Hann hlaut kjör á árlegu landsþingi samtakanna sem haldið var helgina 18. - 20. mars. David tekur við formannsembættinu af Nönnu Elísu Jakobsdóttur. David stundar nám í rekstarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og hefur setið sem fulltrúi SFHR í LÍS síðastliðið ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LÍS. Þingið var skipulagt af Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík (SFHR) og var haldið í Háskólanum á Bifröst með yfirskriftinni „Rannsóknir og nýsköpun - fjárfesting til framtíðar“. Alls sóttu þingið um fimmtíu fulltrúar frá öllum aðildarfélögum LÍS en allir háskólar á landinu, auk Sambands íslenskra námsmana erlendis, eiga aðild að samtökunum. Aðildarfélögin tilnefndu fulltrúa sína í framkvæmdastjórn á landsþinginu en í henni sitja: Anna Sif Guðmundsdóttir og Ketill Sigurður Jóelsson fyrir Félag stúdenta á Akureyri, Erna Hlín Einarsdóttir og Hallur Guðmundsson fyrir Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Jóhann Már Berry og Pavle Estrajher fyrir Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands, Elsa María Guðlaugsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir fyrir Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Tinna Dögg Guðlaugsdóttir og Íris Gunnarsdóttir fyrir Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Elise Englund Berge fyrir Stúdentafélag Hólaskóla, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Håkon Broder Lund fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Kolbrún Þorfinnsdóttir og Þórður Jóhannsson fyrir Samband íslenskra námsmanna erlendis. LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu. Á stjórnarfundi European Students Union (ESU) sem haldinn var dagana 19. - 21. maí var LÍS samþykkt sem fullgildur meðlimur samtakanna. Á fundinum koma saman fulltrúar frá 45 aðildarfélögum úr 38 löndum í Evrópu til að ræða og afgreiða ýmis mál sem varða eflingu æðri menntunar í Evrópu. Fulltrúrar LÍS voru þau Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson. Umsóknarferlið tók um það bil ár en í því fólst meðal annars heimsókn teymis frá ESU sem skoðuðu ítarlega samtökin og samskipti þeirra við helstu aðila menntakerfisins sem og þátttöku stúdenta í þróun þess. Eftir heimsóknina skilaði teymið af sér skýrslu sem er tekin var fyrir og rædd á stjórnarfundinum. LÍS var samþykkt sem fullgildur aðili að ESU með einróma kosningu en það þykir afar sjaldgæft að félag sé kosið einróma. LÍS var stofnað árið 2013 og er hlutverk samtakanna að standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á erlendis.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira