Sjúkraflutningamenn safna sjálfir fyrir kennslu - og þjálfunarsjúkrabíl Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. maí 2016 19:00 Íslenskir sjúkraflutningamenn hafa sett á laggirnar söfnun til að geta keypt sérstakan sjúkrabíl ætlaðan til hermiþjálfunar hér á landi. Formaður Landssambands sjúkraflutningamanna telur að bíllinn myndi nýtast um allt land og verða bylting í þjálfun og menntun fyrir starfsfólk í utanspítalaþjónustu. Sjúkraflutningamenn hafa í tvö ár kallað eftir því að keyptur verði svokallaður Simbulance til nota hér á landi. Það er sérstakur kennslu og þjálfunarsjúkrabíll sem búinn er fullkomnum hermibúnaði, svo sem hermidúkkum, svo hægt sé að æfa endurlífgun og aðra bráðaþjónustu við raunverulegar aðstæður. Nú er svo komið að Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs -og sjúkraflutningamana hafa ákveðið að bíða ekki boðanna heldur safna sjálfir fyrir bílnum. „Þetta hefur verið draumur okkar í þónokkurn tíma að eignast svona bíl en því hefur ekki verið komið til leiðar ennþá,“ segir Njáll Pálsson formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS. Hann segir að eftir slíka þjálfun séu sjúkraflutningamenn og heilbrigðisstarfsfólk betur í stakk búið til að takast á við raunverulegar og alvarlegar aðstæður þegar þær koma upp. „Sérstaklega við horfum til þess sen aðrar þjóðir eru að gera í kringum okkur, og við höfum verið að bera okkur saman við hvað heilbrigðisþjónustu varðar, þá er þessi hermiþjálfun mjög árangursrík. Við trúum því að þetta yrði algjör bylting í okkar bæði þjálfunar og menntunarmálum,“ segir Njáll. Njáll segir málaflokkinn fjársveltan og að sú staða hafi allt of oft hamlað eðlilegri og nauðsynlegri framþóun. Sjúkraflutningamenn biðla því til almennings um aðstoð til að geta keypt bílinn en hann kostar fullbúinn um þrjátíu milljónir króna. „Við vildum láta á þetta reyna og sjá hvort við gætum ekki náð einhverri góðri viðspyrnu fyrir þessa mikilvægu þjónustu á Íslandi.“ Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er númer söfnunarreikningsins 0515 - 26 - 245 og kennitala 701173 – 0319. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Íslenskir sjúkraflutningamenn hafa sett á laggirnar söfnun til að geta keypt sérstakan sjúkrabíl ætlaðan til hermiþjálfunar hér á landi. Formaður Landssambands sjúkraflutningamanna telur að bíllinn myndi nýtast um allt land og verða bylting í þjálfun og menntun fyrir starfsfólk í utanspítalaþjónustu. Sjúkraflutningamenn hafa í tvö ár kallað eftir því að keyptur verði svokallaður Simbulance til nota hér á landi. Það er sérstakur kennslu og þjálfunarsjúkrabíll sem búinn er fullkomnum hermibúnaði, svo sem hermidúkkum, svo hægt sé að æfa endurlífgun og aðra bráðaþjónustu við raunverulegar aðstæður. Nú er svo komið að Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs -og sjúkraflutningamana hafa ákveðið að bíða ekki boðanna heldur safna sjálfir fyrir bílnum. „Þetta hefur verið draumur okkar í þónokkurn tíma að eignast svona bíl en því hefur ekki verið komið til leiðar ennþá,“ segir Njáll Pálsson formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS. Hann segir að eftir slíka þjálfun séu sjúkraflutningamenn og heilbrigðisstarfsfólk betur í stakk búið til að takast á við raunverulegar og alvarlegar aðstæður þegar þær koma upp. „Sérstaklega við horfum til þess sen aðrar þjóðir eru að gera í kringum okkur, og við höfum verið að bera okkur saman við hvað heilbrigðisþjónustu varðar, þá er þessi hermiþjálfun mjög árangursrík. Við trúum því að þetta yrði algjör bylting í okkar bæði þjálfunar og menntunarmálum,“ segir Njáll. Njáll segir málaflokkinn fjársveltan og að sú staða hafi allt of oft hamlað eðlilegri og nauðsynlegri framþóun. Sjúkraflutningamenn biðla því til almennings um aðstoð til að geta keypt bílinn en hann kostar fullbúinn um þrjátíu milljónir króna. „Við vildum láta á þetta reyna og sjá hvort við gætum ekki náð einhverri góðri viðspyrnu fyrir þessa mikilvægu þjónustu á Íslandi.“ Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er númer söfnunarreikningsins 0515 - 26 - 245 og kennitala 701173 – 0319.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira