Fjórðungur slysa á sjó kemur á borð rannsóknarnefndarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. maí 2016 12:30 Myndin sýnir þyrlu Landhelgisgæslunnar fljúga að bát sem strandað hefur. vísir/ernir „Menn eru rosalega misjafnlega duglegir að tilkynna atvik til okkar en við afgreiðum allt sem kemur inn á okkar borð,“ Jón Arilíus Ingólfsson rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Vísi. Sjóslysasvið rannsóknarnefndarinnar skilaði af sér skýrslum í upphafi þessa mánaðar. Af tólf skýrslum sem skilað var áttu fimm atvik sér stað á sama skipinu, Valdimar GK195. Slysin áttu sér stað á fjögurra mánaða tímabili frá nóvember 2014 til mars 2015, þar af þrjú á átta dagatímabili í janúar 2015. Þegar málið er kannað nánar sést glöggt að í minnst þremur tilvikum má rekja slysin til slæms veðurfars. Í tvígang náðist ekki í skipverjana sem um ræddi og málunum var því vísað frá nefndinni.Jón Arilíus Ingólfssonmynd/skessuhorn„Ég myndi ekki draga ályktanir um þetta tiltekna skip. Mér þykir líklegt að þarna sé á ferð skipstjóri sem er afar samviskusamur og duglegur við að tilkynna þau slys sem verða um borð,“ segir Jón Arilíus. Lögum samkvæmt ber sérhverjum sem veit um sjóslys eða sjóatvik að tilkynna það til rannsóknarnefndarinnar. Sérstaka skyldu í þessum efnum bera stjórnendur og eigendur skipa auk opinberra stofnana, Sjúkratryggingastofnun og tryggingafélög hér á landi. Samkvæmt Jóni Arilíusi berast um tuttugu til þrjátíu prósent allra tilvika til nefndarinnar. Hann segir að í upphafi hafi verið talsvert á reiki hvað nefndin vildi fá til sín og því hafi hún árið 2005 ráðist í útgáfu bæklings til að taka af allan vafa um málið.Atvikum fækkað sem berast til nefndarinnar Undanfarin tíu ár hafa nefndinni borist að meðaltali 156 tilvik á ári. Tvö langalgengustu atvikin eru að skipverji slasist eða að draga þurfi skip til hafnar. Þau eru um tvö af hverjum þremur tilvikum. Í fyrra voru 129 mál tilkynnt til nefndarinnar samanborið við 98 árið 2014. Það er hins vegar talsvert minna en árið 2013 þegar 170 atvik komu inn á borð RNSA. Tæplega sjötíu prósent allra tilvika eiga sér stað á norðvestur- og suðvesturhorni landsins. Það vekur hins vegar athygli að aðeins lítill hluti þeirra slysa sem verða á sjómönnum er tilkynntur til nefndarinnar. Undanfarin tíu ár hafa að meðaltali 301 slys á ári verið tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands en ávallt minna en þriðjungur tilkynntur til nefndarinnar. Árið 2007 voru til að mynda 423 slys skráð hjá Sjúkratryggingum en aðeins 49 slys á skipverjum send til nefndarinnar. Í fyrra voru tilvikin 219 en þar af bárust 51 atvik til RNSA. „Slysum hefur fækkað í gegnum tíðina enda hefur starfsaldur meðal sjómanna hækkað töluvert. Þetta eru orðnir vanari menn. Þá heldur slysavarnaskólinn mönnum við efnið,“ segir Jón Arilíus. Hann segir þó að alltaf megi gera betur. „Vinnuaðstaðan er þannig gerð að það er erfitt að útrýma slysum alfarið en menn geta verið duglegri við að tilkynna slys og kanna þetta.“ Í ársskýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir árið 2015 er sundurliðað hvaðan tilkynningar bárust nefndinni. Flestar tilkynningar í fyrra bárust frá Vaktstöð siglinga eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Fjórðungur tilkynninga barst frá skipstjórum skipa. Tilkynningar frá fjölmiðlum voru fimm prósent af kökunni en voru þegar mest var ríflega helmingur. Á sama tíma bárust fáar tilkynningar frá Vaktstöðinni og skipstjórum. Til að mynda barst árið 2007 aðeins ein tilkynning frá skipstjórum og ellefu frá Vaktstöðinni til nefndarinnar samanborið við 95 frá fjölmiðlum.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannafélagsins.vísir/ernirSkortur á hvíld stærsta ástæða slysa á sjó „Ég veit það fyrir víst að skipstjórar eru duglegir við að skrá atvik í skipsdagbækurnar sama hversu smá þau eru ef ske kynni að eitthvað kæmi seinna frá þessu litla slysi,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins í samtali við Vísi. „Þessi [tilkynningar]skylda hvílir náttúrulega á mönnum og tala nú ekki um ef menn missa úr túr. Þá ber að tilkynna það til lögreglu og þar vantar oft upp á. Það er stundum ekki gert fyrr en löngu síðar. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum.“ Aðspurður um slysin á Valdimar segir Valmundur að það eigi sér vafalaust eðlilegar skýringar. „Ég hef sjálfur lent í túr þar sem voru slys á fjórum eða fimm. Veðrið var þannig að við komumst ekki í land, menn köstuðust til og slösuðust.“ Formaðurinn telur hins vegar að það þurfi að gera miklu meira til að fækka slysum til sjós. Hann segir að samkvæmt nýlegri norskri úttekt, á slysum um borð í þarlendum skipum, hafi komið í ljós að um níutíu prósent þeirra megi rekja til mannlegra mistaka. Þar af má rekja rúmlega fjögur af hverjum fimm tilvikum til þess að skipverjar séu ekki nægilega vel hvíldir eða vansvefta. Það var til að mynda orsök strand Akrafellsins í september 2014 en nefndin skilaði skýrslu um málið í byrjun mánaðarins.Stefnt að nýrri úttekt „Við búum í dag við stærri, betri og öruggari skip en áður. Þeirri þróun hefur einnig fylgt að fækkað hefur í áhöfnum skipa. Við höfum miklar áhyggjur af þeirri þróun,“ segir Valmundur. „Fámennari áhafnir þýða að hvíld skipverja minnkar og líkur á slysum aukast í samræmi við það.“ Engin nýleg úttekt er til um hvíldartíma íslenskra sjómanna. Árið 2004 var unnin rannsókn á vegum Samgönguráðuneytisins um áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna en nýrri niðurstöður liggja ekki fyrir. „Að beiðni okkar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi stendur nú til að gera stóra rannsókn á hvíldartíma sjómanna. Þegar niðurstöður hennar liggja fyrir gerum við ráð fyrir að leggja til tillögur um lágmarksmönnun fiskiskipa. Vonandi mun slysum fækka í kjölfar þess.“Tryggingarnar ekki það sama og RNSA „Ef ég man rétt þá má rekja janúarslysin til slæms veðurs og nóvemberatvikið einnig. Þá tók skipið stórt brot á sig og skipstjórinn neyddist til að fara í land til að kanna hvort það hefði skemmst,“ segir Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni í Grindavík en fyrirtækið gerir út Valdimar GK195. Að sögn Hrannars er skipstjóri Valdimars afar samviskusamur þegar kemur að slysaskráningu. Hann segist ekki vera sérfróður um ferlið sem fer í hönd í kjölfar slysa en grunar að oft á tíðum gleymist að tilkynna til rannsóknarnefndarinnar. „Margir senda málin til trygginganna og láta þar við sitja. Það gleymist oft að tryggingarnar og nefndin eru ekki sami hluturinn og þar er ekki endilega opin gátt á milli. Þarna er eitthvað sem mætti bæta,“ segir Hrannar. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
„Menn eru rosalega misjafnlega duglegir að tilkynna atvik til okkar en við afgreiðum allt sem kemur inn á okkar borð,“ Jón Arilíus Ingólfsson rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Vísi. Sjóslysasvið rannsóknarnefndarinnar skilaði af sér skýrslum í upphafi þessa mánaðar. Af tólf skýrslum sem skilað var áttu fimm atvik sér stað á sama skipinu, Valdimar GK195. Slysin áttu sér stað á fjögurra mánaða tímabili frá nóvember 2014 til mars 2015, þar af þrjú á átta dagatímabili í janúar 2015. Þegar málið er kannað nánar sést glöggt að í minnst þremur tilvikum má rekja slysin til slæms veðurfars. Í tvígang náðist ekki í skipverjana sem um ræddi og málunum var því vísað frá nefndinni.Jón Arilíus Ingólfssonmynd/skessuhorn„Ég myndi ekki draga ályktanir um þetta tiltekna skip. Mér þykir líklegt að þarna sé á ferð skipstjóri sem er afar samviskusamur og duglegur við að tilkynna þau slys sem verða um borð,“ segir Jón Arilíus. Lögum samkvæmt ber sérhverjum sem veit um sjóslys eða sjóatvik að tilkynna það til rannsóknarnefndarinnar. Sérstaka skyldu í þessum efnum bera stjórnendur og eigendur skipa auk opinberra stofnana, Sjúkratryggingastofnun og tryggingafélög hér á landi. Samkvæmt Jóni Arilíusi berast um tuttugu til þrjátíu prósent allra tilvika til nefndarinnar. Hann segir að í upphafi hafi verið talsvert á reiki hvað nefndin vildi fá til sín og því hafi hún árið 2005 ráðist í útgáfu bæklings til að taka af allan vafa um málið.Atvikum fækkað sem berast til nefndarinnar Undanfarin tíu ár hafa nefndinni borist að meðaltali 156 tilvik á ári. Tvö langalgengustu atvikin eru að skipverji slasist eða að draga þurfi skip til hafnar. Þau eru um tvö af hverjum þremur tilvikum. Í fyrra voru 129 mál tilkynnt til nefndarinnar samanborið við 98 árið 2014. Það er hins vegar talsvert minna en árið 2013 þegar 170 atvik komu inn á borð RNSA. Tæplega sjötíu prósent allra tilvika eiga sér stað á norðvestur- og suðvesturhorni landsins. Það vekur hins vegar athygli að aðeins lítill hluti þeirra slysa sem verða á sjómönnum er tilkynntur til nefndarinnar. Undanfarin tíu ár hafa að meðaltali 301 slys á ári verið tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands en ávallt minna en þriðjungur tilkynntur til nefndarinnar. Árið 2007 voru til að mynda 423 slys skráð hjá Sjúkratryggingum en aðeins 49 slys á skipverjum send til nefndarinnar. Í fyrra voru tilvikin 219 en þar af bárust 51 atvik til RNSA. „Slysum hefur fækkað í gegnum tíðina enda hefur starfsaldur meðal sjómanna hækkað töluvert. Þetta eru orðnir vanari menn. Þá heldur slysavarnaskólinn mönnum við efnið,“ segir Jón Arilíus. Hann segir þó að alltaf megi gera betur. „Vinnuaðstaðan er þannig gerð að það er erfitt að útrýma slysum alfarið en menn geta verið duglegri við að tilkynna slys og kanna þetta.“ Í ársskýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir árið 2015 er sundurliðað hvaðan tilkynningar bárust nefndinni. Flestar tilkynningar í fyrra bárust frá Vaktstöð siglinga eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Fjórðungur tilkynninga barst frá skipstjórum skipa. Tilkynningar frá fjölmiðlum voru fimm prósent af kökunni en voru þegar mest var ríflega helmingur. Á sama tíma bárust fáar tilkynningar frá Vaktstöðinni og skipstjórum. Til að mynda barst árið 2007 aðeins ein tilkynning frá skipstjórum og ellefu frá Vaktstöðinni til nefndarinnar samanborið við 95 frá fjölmiðlum.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannafélagsins.vísir/ernirSkortur á hvíld stærsta ástæða slysa á sjó „Ég veit það fyrir víst að skipstjórar eru duglegir við að skrá atvik í skipsdagbækurnar sama hversu smá þau eru ef ske kynni að eitthvað kæmi seinna frá þessu litla slysi,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins í samtali við Vísi. „Þessi [tilkynningar]skylda hvílir náttúrulega á mönnum og tala nú ekki um ef menn missa úr túr. Þá ber að tilkynna það til lögreglu og þar vantar oft upp á. Það er stundum ekki gert fyrr en löngu síðar. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum.“ Aðspurður um slysin á Valdimar segir Valmundur að það eigi sér vafalaust eðlilegar skýringar. „Ég hef sjálfur lent í túr þar sem voru slys á fjórum eða fimm. Veðrið var þannig að við komumst ekki í land, menn köstuðust til og slösuðust.“ Formaðurinn telur hins vegar að það þurfi að gera miklu meira til að fækka slysum til sjós. Hann segir að samkvæmt nýlegri norskri úttekt, á slysum um borð í þarlendum skipum, hafi komið í ljós að um níutíu prósent þeirra megi rekja til mannlegra mistaka. Þar af má rekja rúmlega fjögur af hverjum fimm tilvikum til þess að skipverjar séu ekki nægilega vel hvíldir eða vansvefta. Það var til að mynda orsök strand Akrafellsins í september 2014 en nefndin skilaði skýrslu um málið í byrjun mánaðarins.Stefnt að nýrri úttekt „Við búum í dag við stærri, betri og öruggari skip en áður. Þeirri þróun hefur einnig fylgt að fækkað hefur í áhöfnum skipa. Við höfum miklar áhyggjur af þeirri þróun,“ segir Valmundur. „Fámennari áhafnir þýða að hvíld skipverja minnkar og líkur á slysum aukast í samræmi við það.“ Engin nýleg úttekt er til um hvíldartíma íslenskra sjómanna. Árið 2004 var unnin rannsókn á vegum Samgönguráðuneytisins um áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna en nýrri niðurstöður liggja ekki fyrir. „Að beiðni okkar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi stendur nú til að gera stóra rannsókn á hvíldartíma sjómanna. Þegar niðurstöður hennar liggja fyrir gerum við ráð fyrir að leggja til tillögur um lágmarksmönnun fiskiskipa. Vonandi mun slysum fækka í kjölfar þess.“Tryggingarnar ekki það sama og RNSA „Ef ég man rétt þá má rekja janúarslysin til slæms veðurs og nóvemberatvikið einnig. Þá tók skipið stórt brot á sig og skipstjórinn neyddist til að fara í land til að kanna hvort það hefði skemmst,“ segir Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni í Grindavík en fyrirtækið gerir út Valdimar GK195. Að sögn Hrannars er skipstjóri Valdimars afar samviskusamur þegar kemur að slysaskráningu. Hann segist ekki vera sérfróður um ferlið sem fer í hönd í kjölfar slysa en grunar að oft á tíðum gleymist að tilkynna til rannsóknarnefndarinnar. „Margir senda málin til trygginganna og láta þar við sitja. Það gleymist oft að tryggingarnar og nefndin eru ekki sami hluturinn og þar er ekki endilega opin gátt á milli. Þarna er eitthvað sem mætti bæta,“ segir Hrannar.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent