Tvískinnungur og skammsýni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Jón Helgi Björnsson skrifar 9. maí 2016 00:00 Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun