Tvískinnungur og skammsýni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Jón Helgi Björnsson skrifar 9. maí 2016 00:00 Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum og leggst ráðið jafnframt gegn því að fiskeldi verði staðsett á svæðinu og telur algerlega óhugsandi að úthluta laxeldisleyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram. Þá segir ennfremur í áskoruninni að „Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.“ Landssamband veiðifélaga tekur heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en spyr bæjarráðið jafnframt hvort hið sama eigi ekki við um þær laxveiðiár sem falla til Ísafjarðar? Þarf enga framsýni þegar óspilltar laxveiðár á svæðinu eiga í hlut? Er þá í lagi að skammsýni og stundarhagsmunir ráði ferð? Nú er það svo að sjókvíaeldi í Jökulfjörðum getur varla valdið neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á friðlandinu á Hornströndum. Aðeins yrði um að að ræða sjónmengun vegna staðsetningar eldiskvía á svæðinu ásamt staðbundinni mengun vegna lífræns úrgangs frá laxeldinu. Í einni svipan má því endurheimta ásýnd svæðisins með því að fjarlægja eldismannvirkin og er þá svæðið komið í sama horf og áður. Annað gildir um laxveiðiárnar. Þar eru neikvæðar afleiðingar vegna erfðablöndunar af völdum strokulaxa úr eldinu óafturkræfar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni klykkir bæjarráðið út með því að fagna áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Af þessu verður aðeins ráðið, að þegar friðlandinu sleppir, sjái bæjarráðið enga ástæðu til að vinna með landeigendum eða hagsmunaaðilum. Þeir hagsmunir sem fólgnir í í laxveiðánum á svæðinu sýnast því skipta bæjarráðið afar litlu máli. Þá virðist bæjarráðið ekki heldur sjá ástæðu til að láta mikla framsýni ráða gerðum sínum þegar ómældum stuðningi er lýst yfir við áform um að staðsetja laxeldiskvíar í námunda við laxveiðiperlur, sem ótvírætt verður að telja „djásn“ Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga beinir því þeirri áskorun til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að vinna með okkur að verndun laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp og feta með því í fótspor þeirra sem sýndu þá miklu framsýni forðum að gera Hornstrandir að friðlandi sem ekki má spilla. Með því mun bæjarráðið uppskera virðingu og þakklæti þeirra sem í framtíðinni njóta óspilltrar náttúru Vestfjarða.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar