Handbolti

Garðar er kominn í Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs karla og Garðar Garðar Benedikt Sigurjónsson við undirritun samningsins.
Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs karla og Garðar Garðar Benedikt Sigurjónsson við undirritun samningsins. Mynd/Stjarnan
Garðar Benedikt Sigurjónsson, línumaðurinn öflugi úr Fram, hefur sagt skilið við Safamýrarliðið og ákveðið að spila með nýliðum Stjörnunnar í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Garðar hefur spilað síðustu ár með Fram í Safamýrinni en hann er uppalinn Stjörnumaður og hefur nú ákveðið að snúa heim aftur í Garðabæinn.

Garðar verður þó ekki eini nýi leikmaður Garðabæjarliðsins á næstu leiktíð því von er á frekari liðstyrk.

„Eru Stjörnumenn gríðarlega ánægðir með að hafa klófest eins sterkan leikmann og Garðar er. Er mikið vænst til Garðars í Stjörnunni og með tilkomu hans styrkist leikmannahópurinn töluvert þó er von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstu dögum," segir í fréttatilkynningu frá Stjörnunni.

Garðar Benedikt Sigurjónsson skoraði 96 mörk í 26 leikjum með Fram í Olís-deildinni eða 3,7 mörk að meðaltali. Hann skorað 113 mörk tímabilið á undan eða 4,2 mörk í leik.

Garðar spilaði síðast með Stjörnunni í 1. deildinni tímabilið 2010-11 en var þá í litlu hlutverki hjá liðinu. Hann fékk stóra tækifærið í Fram þar sem hann stóð sig vel.

Stjarnan vann 18 af 21 leik í 1. deildinni á síðasta tímabili og tryggði sér með því sigur í deildinni og sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×