Forystusætið fyrir dómstóla? Orri Vigfússon skrifar 11. maí 2016 07:00 Nýlega féll dómur í Bandaríkjunum sem hafnaði áætlunum stjórnvalda þar í landi um mótvægisaðgerðir í Columbiaánni í fylkjunum Washington og Oregon, sem ætlað var að draga úr neikvæðum áhrifum virkjana í vatnakerfinu (https://www.scribd.com/doc/311532671/NWFvNMFS). Málið var höfðað fyrir hönd samtaka frumbyggja, náttúruverndarsinna og veiðimanna og flutt af umhverfislögfræðingum sem kalla sig EarthJustice. Í dómnum er hafnað málatilbúnaði og nálgun virkjanasinna í málinu – sem hljómar allt kunnuglega fyrir þau okkar sem hafa fylgst með áformum Landsvirkjunar um að virkja í neðri hluta Þjórsár. Þetta er í fimmta sinn sem dómur fellur í þessari 20 ára gömlu deilu um hvað beri að gera til að bjarga laxfiskstofnum í Columbiaánni. Þar hafa rándýrar og umfangsmiklar aðgerðir ekki skilað tilætluðum árangri svo dómurinn gefur stjórnvöldum nú tvö ár til að móta raunhæfari tillögur sem byggjast á nýrri nálgun. Undanfarna áratugi hafa alls kyns sérfræðingar í málefnum virkjana og umhverfisáhrifum þeirra, verkfræðingar og líffræðingar, legið yfir áætlunum um mótvægisaðgerðir og orkufyrirtækin í Columbiaánni hafa mokað peningum í fiskvegi, seiðasleppingar og seiðaveitur en allt hefur komið fyrir ekki. Dómurinn telur að skynsemisrök, forsjálni og ráðdeild hafi ekki ráðið för heldur er talað um að málflutningur virkjanasinna sé byggður á duttlungum og gerræðissjónarmiðum; þ.e. þeir velji úr þeim upplýsingum sem fyrir liggi til þess að auka líkurnar á að málflutningur þeirra hljómi vel fremur en að leitast við að komast að rökréttum niðurstöðum miðað við fyrirliggjandi gögn. Þetta mál í Bandaríkjunum er að mörgu leyti sambærilegt við það sem við hjá NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, höfum verið að berjast við hér á landi í sambandi við Rammaáætlun og virkjanaáform í neðri hluta Þjórsár. Við höfum bent á að Landsvirkjun og stjórnvöld undir hatti Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og verkefnastjórn Rammaáætlunar hafi valið úr og jafnvel hagrætt rannsóknum og orðum þeirra fræðimanna sem kallað hefur verið eftir áliti hjá um áhrif virkjana á fiskstofna í ánni. Rétt eins og það eigi bara að virkja og vona svo það besta um að vel takist til með mótvægisaðgerðirnar þótt reynsla annarra þjóða bendi ekki til að sú verði raunin – ekki síst reynslan frá Columbiaánni í Bandaríkjunum en þangað sóttu verkfræðingar Landsvirkjunar sér m.a. ráð og leiðbeiningar um hönnun seiðaveitna hér hjá sér. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni að úrræði sem ítrekað hafa verið dæmd einskis nýt í Bandaríkjunum séu notuð sem fyrirmynd hér á landi.Varanlegur skaði Dómurinn frá Bandaríkjunum hafnar því að hægt sé að umgangast vistkerfið og villta dýrastofna í útrýmingarhættu af slíkri léttúð. Hér á landi hefur tíðkast að mengunarsinnar, hvort sem þeir eru í virkjanahug eða með stórfelld fiskeldisáform í opnum sjókvíum, hafa haft nær ótakmarkaðan aðgang að fjármunum skattgreiðanda til að skipuleggja, rannsaka, kynna og byggja upp samfélagslega innviði í kringum framkvæmdir sínar. Á meðan hafa landeigendur og náttúruverndarsinnar þurft að kosta sjálfir alla vörn gegn glannalegum áformum sem munu valda lífríkinu varanlegum skaða auk þess að spilla möguleikum til annars konar atvinnustarfsemi og sjálfbærrar fénýtingar náttúruauðlinda. Ekki bætir það úr skák þegar skemmdarvargarnir taka til við að breyta áætlunum sínum, færa virkjanir til, skipta regnbogasilungum út fyrir kynbættan framandi lax og landeigendur og sjálfboðaliðar þurfa í sífellu að finna nýtt fjármagn til að greiða fyrir nýjar og nýjar sérfræðigreiningar. Það var því bæði ánægjulegt en um leið grafalvarlegt að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sendi núna 4. maí frá sér ótvíræðan úrskurð (https://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð að Evróputilskipunum sem hafa það markmið að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Gagnrýnir ESA að tilskipun Evrópusambandsins frá 2011/92/EU um hvernig staðið skuli að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda hafi ekki verið innleidd hér á landi og þannig tryggt að tekið sé lögmætt og rökrétt tillit til sjónarmiða umhverfissinna líkt og dómurinn í Bandaríkjunum gerir. Það er ekki nóg að leyfa fólki að koma með athugasemdir ef þær eru ekki teknar til greina og metnar á hlutlægan hátt líkt og gert er í bandaríska dómnum. Það veitir okkur náttúruverndarsinnum von í málinu að ESA segist íhuga að fara með þessi málefni Íslands fyrir dómstóla ef stjórnvöld bregðist ekki skjótt og vel við. Þau sjónarmið sem kynnt eru í úrskurðinum ættu þó að duga íslenskum stjórnvöldum til að breyta vinnubrögðum sínum hið snarasta í stað þess að láta dæma sig til að taka eðlilegt tillit til lögmætra réttlætis- og náttúruverndarsjónarmiða. Núverandi ríkisstjórn lýsti þeim einkunnarorðum strax í upphafi valdaferils síns í maí 2013 að Ísland skyldi vera í fararbroddi í umhverfisvernd á heimsvísu. Forystusætið í þeim efnum er ekki ætlað þeim sem bíða eftir slíkum dómum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýlega féll dómur í Bandaríkjunum sem hafnaði áætlunum stjórnvalda þar í landi um mótvægisaðgerðir í Columbiaánni í fylkjunum Washington og Oregon, sem ætlað var að draga úr neikvæðum áhrifum virkjana í vatnakerfinu (https://www.scribd.com/doc/311532671/NWFvNMFS). Málið var höfðað fyrir hönd samtaka frumbyggja, náttúruverndarsinna og veiðimanna og flutt af umhverfislögfræðingum sem kalla sig EarthJustice. Í dómnum er hafnað málatilbúnaði og nálgun virkjanasinna í málinu – sem hljómar allt kunnuglega fyrir þau okkar sem hafa fylgst með áformum Landsvirkjunar um að virkja í neðri hluta Þjórsár. Þetta er í fimmta sinn sem dómur fellur í þessari 20 ára gömlu deilu um hvað beri að gera til að bjarga laxfiskstofnum í Columbiaánni. Þar hafa rándýrar og umfangsmiklar aðgerðir ekki skilað tilætluðum árangri svo dómurinn gefur stjórnvöldum nú tvö ár til að móta raunhæfari tillögur sem byggjast á nýrri nálgun. Undanfarna áratugi hafa alls kyns sérfræðingar í málefnum virkjana og umhverfisáhrifum þeirra, verkfræðingar og líffræðingar, legið yfir áætlunum um mótvægisaðgerðir og orkufyrirtækin í Columbiaánni hafa mokað peningum í fiskvegi, seiðasleppingar og seiðaveitur en allt hefur komið fyrir ekki. Dómurinn telur að skynsemisrök, forsjálni og ráðdeild hafi ekki ráðið för heldur er talað um að málflutningur virkjanasinna sé byggður á duttlungum og gerræðissjónarmiðum; þ.e. þeir velji úr þeim upplýsingum sem fyrir liggi til þess að auka líkurnar á að málflutningur þeirra hljómi vel fremur en að leitast við að komast að rökréttum niðurstöðum miðað við fyrirliggjandi gögn. Þetta mál í Bandaríkjunum er að mörgu leyti sambærilegt við það sem við hjá NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, höfum verið að berjast við hér á landi í sambandi við Rammaáætlun og virkjanaáform í neðri hluta Þjórsár. Við höfum bent á að Landsvirkjun og stjórnvöld undir hatti Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og verkefnastjórn Rammaáætlunar hafi valið úr og jafnvel hagrætt rannsóknum og orðum þeirra fræðimanna sem kallað hefur verið eftir áliti hjá um áhrif virkjana á fiskstofna í ánni. Rétt eins og það eigi bara að virkja og vona svo það besta um að vel takist til með mótvægisaðgerðirnar þótt reynsla annarra þjóða bendi ekki til að sú verði raunin – ekki síst reynslan frá Columbiaánni í Bandaríkjunum en þangað sóttu verkfræðingar Landsvirkjunar sér m.a. ráð og leiðbeiningar um hönnun seiðaveitna hér hjá sér. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni að úrræði sem ítrekað hafa verið dæmd einskis nýt í Bandaríkjunum séu notuð sem fyrirmynd hér á landi.Varanlegur skaði Dómurinn frá Bandaríkjunum hafnar því að hægt sé að umgangast vistkerfið og villta dýrastofna í útrýmingarhættu af slíkri léttúð. Hér á landi hefur tíðkast að mengunarsinnar, hvort sem þeir eru í virkjanahug eða með stórfelld fiskeldisáform í opnum sjókvíum, hafa haft nær ótakmarkaðan aðgang að fjármunum skattgreiðanda til að skipuleggja, rannsaka, kynna og byggja upp samfélagslega innviði í kringum framkvæmdir sínar. Á meðan hafa landeigendur og náttúruverndarsinnar þurft að kosta sjálfir alla vörn gegn glannalegum áformum sem munu valda lífríkinu varanlegum skaða auk þess að spilla möguleikum til annars konar atvinnustarfsemi og sjálfbærrar fénýtingar náttúruauðlinda. Ekki bætir það úr skák þegar skemmdarvargarnir taka til við að breyta áætlunum sínum, færa virkjanir til, skipta regnbogasilungum út fyrir kynbættan framandi lax og landeigendur og sjálfboðaliðar þurfa í sífellu að finna nýtt fjármagn til að greiða fyrir nýjar og nýjar sérfræðigreiningar. Það var því bæði ánægjulegt en um leið grafalvarlegt að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sendi núna 4. maí frá sér ótvíræðan úrskurð (https://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð að Evróputilskipunum sem hafa það markmið að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Gagnrýnir ESA að tilskipun Evrópusambandsins frá 2011/92/EU um hvernig staðið skuli að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda hafi ekki verið innleidd hér á landi og þannig tryggt að tekið sé lögmætt og rökrétt tillit til sjónarmiða umhverfissinna líkt og dómurinn í Bandaríkjunum gerir. Það er ekki nóg að leyfa fólki að koma með athugasemdir ef þær eru ekki teknar til greina og metnar á hlutlægan hátt líkt og gert er í bandaríska dómnum. Það veitir okkur náttúruverndarsinnum von í málinu að ESA segist íhuga að fara með þessi málefni Íslands fyrir dómstóla ef stjórnvöld bregðist ekki skjótt og vel við. Þau sjónarmið sem kynnt eru í úrskurðinum ættu þó að duga íslenskum stjórnvöldum til að breyta vinnubrögðum sínum hið snarasta í stað þess að láta dæma sig til að taka eðlilegt tillit til lögmætra réttlætis- og náttúruverndarsjónarmiða. Núverandi ríkisstjórn lýsti þeim einkunnarorðum strax í upphafi valdaferils síns í maí 2013 að Ísland skyldi vera í fararbroddi í umhverfisvernd á heimsvísu. Forystusætið í þeim efnum er ekki ætlað þeim sem bíða eftir slíkum dómum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun