Opið bréf til Útlendingastofnunar Helga Tryggvadóttir skrifar 10. maí 2016 22:47 Nýlega var tveimur sýrlenskum flóttamönnum vísað úr landi. Þeir voru hraktir burt úr vinnu og frá vinum sínum og kunningjum og sendir til Búlgaríu, lands sem þeir hafa engin tengsl við og þekkja engan. Ástæðan er sú að Búlgaría er fyrsta landið innan Evrópu þar sem þeir eru með skráð fingarför. Það jafngildir því að vera fastir í þar í landi um ókomna tíð. Þar sem kerfið virkar svona fá þeir ekki dvalarleyfi hér sem flóttamenn. Þeir eru ekki taldir í lífshættu í Búlgaríu og því finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi að vísa þeim aftur þangað, þrátt fyrir að þeir hafi báðir búið á götunni þar, annar þeirra atvinnulaus og með enga von um vinnu, á meðan hinum var slitið út í vinnu og svo neitað um laun. Eftir að þeir komu hingað fór þeim strax að vegna betur en þar sem þeim hafði verið neitað um stöðu flóttamanns sóttu þeir um dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Það veitir ekki nærri því sömu réttindi, en í þeirra tilfelli finnst þeim allt skárra en Búlgaría. Áður en sú umsókn var einu sinni opnuð þurftu þeir að fara úr landi því reglurnar gera ekki ráð fyrir því að útlendingar séu á landinu á meðan dvalarleyfisumsókn er tekin fyrir. Það var ekki tekið tillit til þess að þeir væru flóttamenn og því gætu þeir ekki einfaldlega snúið aftur til heimalandsins og biðið þar rólegir á meðan. Lögin gera þó ráð fyrir því að umsækjandi um dvalarleyfi megi dvelja á landinu ef ríkar sanngirnisástæður séu fyrir hendi. Ef það eru ekki ríkar sanngirnisástæður að vera ófær um að snúa aftur til heimalandsins þá veit ég ekki hvað getur kallast sanngjarnt. Sama dag og þeim var vísað úr landi sprengdi stjórnarherinn í Sýrlandi spítalann í Aleppo í loft upp og drápu eina barnalækninn sem eftir var í borginni. Báðir eru mennirnir að flýja það að vera kallaðir í sýrlenska herinn sem ber ábyrgð á svona voðaverkum. Að vísa þeim til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ekkert viðurværi, í stað þess að leyfa þeim að dvelja hér, getur heldur ekki með nokkru móti talist sanngjarnt. Ef vandamálið snýst um framfærslu á meðan veit ég um fullt af fólki sem er tilbúið að hjálpa. Ef vandamálið snýst um það að of margir gætu þá farið sömu leið og fengið dvalarleyfi af þessu tagi, þá langar mig bara að benda á að það er alls ekki auðvelt að hljóta það. Til þess þarf bæði að hafa atvinnu og afar þolinmóðan atvinnurekanda. Enginn innan EES svæðisins getur fengist í vinnuna, þá gengi hann fyrir. Áður en umsókn um atvinnuleyfi fer í gegn þarf hún að fara til útlendingastofnunar, lögreglunnar, vinnumálastofnunar, fá umsögn stéttarfélags og viðkomandi þarf að sýna fram á að hafa húsnæði. Stjórnvöld þurfa því varla að óttast það að „allir“ gætu nýtt sér þessa leið þó þau sýndu einhverjum sanngirni.Þeir Wajde og Ahmad höfðu náð að feta sig þessa slóð og voru komnir á þann stað að geta hafið nýtt líf, um leið og leyfið væri komið í gegn. En vegna óbilgirni kerfisins var ekki tekið neitt tillit til þeirra aðstæðna og þrátt fyrir að hafa barist við skrifræðið var þeim vísað úr landi. Nú hafa þeir báðir yfirgefið landið. Skrifræðinu hefur verið fróað. Nú er ekki seinna vænna fyrir Útlendingastofnun að afgreiða dvalarleyfisumsóknina svo þeir geti snúið sem fyrst til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýlega var tveimur sýrlenskum flóttamönnum vísað úr landi. Þeir voru hraktir burt úr vinnu og frá vinum sínum og kunningjum og sendir til Búlgaríu, lands sem þeir hafa engin tengsl við og þekkja engan. Ástæðan er sú að Búlgaría er fyrsta landið innan Evrópu þar sem þeir eru með skráð fingarför. Það jafngildir því að vera fastir í þar í landi um ókomna tíð. Þar sem kerfið virkar svona fá þeir ekki dvalarleyfi hér sem flóttamenn. Þeir eru ekki taldir í lífshættu í Búlgaríu og því finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi að vísa þeim aftur þangað, þrátt fyrir að þeir hafi báðir búið á götunni þar, annar þeirra atvinnulaus og með enga von um vinnu, á meðan hinum var slitið út í vinnu og svo neitað um laun. Eftir að þeir komu hingað fór þeim strax að vegna betur en þar sem þeim hafði verið neitað um stöðu flóttamanns sóttu þeir um dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Það veitir ekki nærri því sömu réttindi, en í þeirra tilfelli finnst þeim allt skárra en Búlgaría. Áður en sú umsókn var einu sinni opnuð þurftu þeir að fara úr landi því reglurnar gera ekki ráð fyrir því að útlendingar séu á landinu á meðan dvalarleyfisumsókn er tekin fyrir. Það var ekki tekið tillit til þess að þeir væru flóttamenn og því gætu þeir ekki einfaldlega snúið aftur til heimalandsins og biðið þar rólegir á meðan. Lögin gera þó ráð fyrir því að umsækjandi um dvalarleyfi megi dvelja á landinu ef ríkar sanngirnisástæður séu fyrir hendi. Ef það eru ekki ríkar sanngirnisástæður að vera ófær um að snúa aftur til heimalandsins þá veit ég ekki hvað getur kallast sanngjarnt. Sama dag og þeim var vísað úr landi sprengdi stjórnarherinn í Sýrlandi spítalann í Aleppo í loft upp og drápu eina barnalækninn sem eftir var í borginni. Báðir eru mennirnir að flýja það að vera kallaðir í sýrlenska herinn sem ber ábyrgð á svona voðaverkum. Að vísa þeim til Búlgaríu, þar sem þeir hafa ekkert viðurværi, í stað þess að leyfa þeim að dvelja hér, getur heldur ekki með nokkru móti talist sanngjarnt. Ef vandamálið snýst um framfærslu á meðan veit ég um fullt af fólki sem er tilbúið að hjálpa. Ef vandamálið snýst um það að of margir gætu þá farið sömu leið og fengið dvalarleyfi af þessu tagi, þá langar mig bara að benda á að það er alls ekki auðvelt að hljóta það. Til þess þarf bæði að hafa atvinnu og afar þolinmóðan atvinnurekanda. Enginn innan EES svæðisins getur fengist í vinnuna, þá gengi hann fyrir. Áður en umsókn um atvinnuleyfi fer í gegn þarf hún að fara til útlendingastofnunar, lögreglunnar, vinnumálastofnunar, fá umsögn stéttarfélags og viðkomandi þarf að sýna fram á að hafa húsnæði. Stjórnvöld þurfa því varla að óttast það að „allir“ gætu nýtt sér þessa leið þó þau sýndu einhverjum sanngirni.Þeir Wajde og Ahmad höfðu náð að feta sig þessa slóð og voru komnir á þann stað að geta hafið nýtt líf, um leið og leyfið væri komið í gegn. En vegna óbilgirni kerfisins var ekki tekið neitt tillit til þeirra aðstæðna og þrátt fyrir að hafa barist við skrifræðið var þeim vísað úr landi. Nú hafa þeir báðir yfirgefið landið. Skrifræðinu hefur verið fróað. Nú er ekki seinna vænna fyrir Útlendingastofnun að afgreiða dvalarleyfisumsóknina svo þeir geti snúið sem fyrst til baka.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun