Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2016 06:00 Unnur fagnar með Írisi Björk í leik gegn Stjörnunni. vísir/Anton brink „Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti