Var fljót að læra dönsku Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. maí 2016 12:00 Margréti býr í Danmörku ásamt foreldrum sínum. Margrét Kjartansdóttir er 5 ára og býr í Danmörku með foreldrum sínum. Hún hlakkar til sumarsins en þá fær hún loksins göt í eyrun.Hvenær fluttir þú til Danmerkur? Ég flutti bara þegar ég var 4 ára. Fyrst flutti pabbi minn aleinn út til Danmerkur og svo vildi hann ekki vera einn lengur þannig að ég og mamma fluttum líka. Mamma er samt alltaf á Íslandi því hún er alltaf að vinna og þarf að fara á marga fundi hjá Eimskip. En ég sakna Ísoldar vinkonu minnar á Íslandi og ég vona að hún flytji líka til Danmerkur, þá getum við verið í sama skóla.Var ekkert erfitt að læra dönsku? Jú, pínu erfitt fyrst en fóstrurnar á leikskólanum hjálpuðu mér og núna kann ég meira en mamma mín og pabbi. Pabbi er samt pínu betri að tala dönsku en mamma, ég þarf alltaf að hjálpa henni því hún skilur ekki neitt.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög skemmtilegt að fá mér bröns með mömmu og pabba á Café Gran og hjálpa Önnu sem vinnur þar að afgreiða fólkið. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að nota málningardótið sem mamma mín á og klæða mig í fína kjóla. Það er líka gaman fara til Árósa og heimsækja Pöttru og Emma og fara með Pöttru í H&M. En skemmtilegast af öllu er að leika við Nino í garðinum í London.Hefur þú farið í skemmtigarð úti? Já, ég fór í Legoland með William vini mínum og við fórum í draugahús og sáum norn en við vorum sko ekkert hræddHvað ætlar þú að gera í sumar? Fá göt í eyrun af því að ég er hætt að naga neglurnar, og bara leika mér og flytja í nýtt hús og þá fæ ég trampólín í garðinn. Það verður sko gaman.Þú ert að verða stóra systir í sumar, ertu spennt? Já já, svolítið spennt. Það er samt strákur í maganum. Næst kemur kannski stelpa og þá langar mig að hún heiti Tara eins og sæta flugfreyjan. Eða kannski Sóley.Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Flugfreyja með svona fjólubláan hatt, söngkona og aðstoðarkokkur.Pabbi þinn er fótboltamaður, ferðu oft að horfa á leiki? Já, ég fer alltaf en stundum fer ég í pössun. En mér finnst samt bara gaman þegar pabbi minn skorar og ekkert gaman ef hann skorar ekki. Það er mjög skemmtilegt að hoppa á trampólíninu sem er á Horsens-fótboltavellinum og fara í búningsklefann og hitta Bo og fá kókómjólk að drekka. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Margrét Kjartansdóttir er 5 ára og býr í Danmörku með foreldrum sínum. Hún hlakkar til sumarsins en þá fær hún loksins göt í eyrun.Hvenær fluttir þú til Danmerkur? Ég flutti bara þegar ég var 4 ára. Fyrst flutti pabbi minn aleinn út til Danmerkur og svo vildi hann ekki vera einn lengur þannig að ég og mamma fluttum líka. Mamma er samt alltaf á Íslandi því hún er alltaf að vinna og þarf að fara á marga fundi hjá Eimskip. En ég sakna Ísoldar vinkonu minnar á Íslandi og ég vona að hún flytji líka til Danmerkur, þá getum við verið í sama skóla.Var ekkert erfitt að læra dönsku? Jú, pínu erfitt fyrst en fóstrurnar á leikskólanum hjálpuðu mér og núna kann ég meira en mamma mín og pabbi. Pabbi er samt pínu betri að tala dönsku en mamma, ég þarf alltaf að hjálpa henni því hún skilur ekki neitt.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög skemmtilegt að fá mér bröns með mömmu og pabba á Café Gran og hjálpa Önnu sem vinnur þar að afgreiða fólkið. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að nota málningardótið sem mamma mín á og klæða mig í fína kjóla. Það er líka gaman fara til Árósa og heimsækja Pöttru og Emma og fara með Pöttru í H&M. En skemmtilegast af öllu er að leika við Nino í garðinum í London.Hefur þú farið í skemmtigarð úti? Já, ég fór í Legoland með William vini mínum og við fórum í draugahús og sáum norn en við vorum sko ekkert hræddHvað ætlar þú að gera í sumar? Fá göt í eyrun af því að ég er hætt að naga neglurnar, og bara leika mér og flytja í nýtt hús og þá fæ ég trampólín í garðinn. Það verður sko gaman.Þú ert að verða stóra systir í sumar, ertu spennt? Já já, svolítið spennt. Það er samt strákur í maganum. Næst kemur kannski stelpa og þá langar mig að hún heiti Tara eins og sæta flugfreyjan. Eða kannski Sóley.Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Flugfreyja með svona fjólubláan hatt, söngkona og aðstoðarkokkur.Pabbi þinn er fótboltamaður, ferðu oft að horfa á leiki? Já, ég fer alltaf en stundum fer ég í pössun. En mér finnst samt bara gaman þegar pabbi minn skorar og ekkert gaman ef hann skorar ekki. Það er mjög skemmtilegt að hoppa á trampólíninu sem er á Horsens-fótboltavellinum og fara í búningsklefann og hitta Bo og fá kókómjólk að drekka.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira