Erlent

Byggja íslamskan skemmtigarð í Kína

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Síðastliðin ár hafa staðið yfir framkvæmdir til að byggja íslamskan skemmtigarð í Kína til að styrkja tengslin við Miðausturlönd. Þetta kemur fram á vef Independent.

Garðurinn, sem kallaður er Hui Culture Park eða Menningargarðurinn Hui, rís í Yinchuan í Ningxia ríki. Fjölmargir kínverskir múslimar búa í ríkinu. Garðurinn er einnig þekktur sem the World Muslim City eða Heimsborg múslima. Hann hefur kostað marga milljarða króna og er hugsaður í því skyni að laga sambandið á milli Kína og landa þar sem meirihluti íbúa eru Hui múslimar. Hui múslimar eru um 10.5 milljón talsins í Kína.

Skemmtigarðurinn verður tilbúinn árið 2020 ef allt gengur að óskum en bygging hans hófst árið 2012.

Í garðinum stendur hin Gyllta höll svokölluð og í henni er kyrjað. Þá verða gestir að taka af sér skóna áður en þeir koma inn og konur hafa val um að þekja sig hefðbundnum klæðum múslimskrar trúar. Þá verður mikið lagt í leiksýningar á verkinu Þúsund og ein nótt með tónlist og dönsurum. Einnig verður hægt að versla gjafavöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×