Framkvæmdastjóri Hendrix segir aðgerðir lögreglu ólögmætar og hyggst kæra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2016 13:56 Skemmtistaðnum Hendrix var lokað í nótt vegna unglingadrykkju. Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir aðgerðir lögreglu í nótt hafa verið ólögmætar. Lögreglu hafi ekki tekist að færa sönnur á að inni á staðnum væri fólk undir aldri og hyggst leggja fram kæru vegna málsins. Staðnum var lokað og hann rýmdur í nótt. „Ég tel að lokunin sé algjörlega ólögmæt. Mér skilst að lögregla hafi tekið einhverja þrjá sem voru undir tvítugu með glas einhvers staðar nálægt sér. En það kaupir enginn áfengi á barnum sem eru undir tvítugu,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Lögregla sendi frá sér í tilkynningu í morgun þess efnis að skemmtistað í Höfðahverfi hafi verið lokað upp úr miðnætti í nótt eftir að upp komst að inni á staðnum hafi verið fólk undir aldri með áfengi við hönd. Aldurstakmark inn á staðinn er átján ára á föstudögum. „Þegar við erum með átján ára aldurstakmark inn þá fá þeir sem eru yfir tvítugt armband sem þeir þurfa að sýna til þess að geta keypt áfengi á barnum. Allir sem koma inn eru spurðir um skilríki og ég get staðfest það með öryggismyndavélum,“ segir Haukur. Hins vegar geti staðurinn ekki borið ábyrgð á því að þeir sem yngri séu drekki ekki inni á staðnum. „Ég get ekki fylgst með því hvort einhver fái sér sopa hjá einhverjum öðrum, eða þá að einhver hafi keypt áfengi fyrir einhvern sem má ekki kaupa. Ef við þyrftum að fylgjast með því þyrfti ég að vera með 400 manns í eftirliti,“ segir hann. Haukur gagnrýnir löggjöfina. „Löggjöfin er svo afspyrnu slæm og gerir okkur svo erfitt fyrir. Krakkar sem eru átján ára mega gifta sig, mega kjósa en ekki kaupa sér áfengi. Þeir mega fara inn á skemmtistaðinn en ekki versla sér vín á barnum. Þetta verður bara til þess að ungir krakkar leita frekar í fíkniefni því það er auðveldara að nálgast þau en áfengi.“ Jafnframt kom fram í tilkynningu lögreglu að rekstur staðarins hafi verið stöðvaður, sem Haukur segir ekki rétt. Hann hafi enga áminningu fengið og að staðurinn verði áfram opinn í kvöld, líkt og önnur kvöld. Haukur segist búinn að ræða við lögreglu vegna málsins. „Ég geri ráð fyrir að kæra þetta,“ segir hann. Tengdar fréttir Hendrix lokað í nótt vegna unglingadrykkju Staðnum lokað og reksturinn stöðvaður. 14. maí 2016 10:36 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir aðgerðir lögreglu í nótt hafa verið ólögmætar. Lögreglu hafi ekki tekist að færa sönnur á að inni á staðnum væri fólk undir aldri og hyggst leggja fram kæru vegna málsins. Staðnum var lokað og hann rýmdur í nótt. „Ég tel að lokunin sé algjörlega ólögmæt. Mér skilst að lögregla hafi tekið einhverja þrjá sem voru undir tvítugu með glas einhvers staðar nálægt sér. En það kaupir enginn áfengi á barnum sem eru undir tvítugu,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Lögregla sendi frá sér í tilkynningu í morgun þess efnis að skemmtistað í Höfðahverfi hafi verið lokað upp úr miðnætti í nótt eftir að upp komst að inni á staðnum hafi verið fólk undir aldri með áfengi við hönd. Aldurstakmark inn á staðinn er átján ára á föstudögum. „Þegar við erum með átján ára aldurstakmark inn þá fá þeir sem eru yfir tvítugt armband sem þeir þurfa að sýna til þess að geta keypt áfengi á barnum. Allir sem koma inn eru spurðir um skilríki og ég get staðfest það með öryggismyndavélum,“ segir Haukur. Hins vegar geti staðurinn ekki borið ábyrgð á því að þeir sem yngri séu drekki ekki inni á staðnum. „Ég get ekki fylgst með því hvort einhver fái sér sopa hjá einhverjum öðrum, eða þá að einhver hafi keypt áfengi fyrir einhvern sem má ekki kaupa. Ef við þyrftum að fylgjast með því þyrfti ég að vera með 400 manns í eftirliti,“ segir hann. Haukur gagnrýnir löggjöfina. „Löggjöfin er svo afspyrnu slæm og gerir okkur svo erfitt fyrir. Krakkar sem eru átján ára mega gifta sig, mega kjósa en ekki kaupa sér áfengi. Þeir mega fara inn á skemmtistaðinn en ekki versla sér vín á barnum. Þetta verður bara til þess að ungir krakkar leita frekar í fíkniefni því það er auðveldara að nálgast þau en áfengi.“ Jafnframt kom fram í tilkynningu lögreglu að rekstur staðarins hafi verið stöðvaður, sem Haukur segir ekki rétt. Hann hafi enga áminningu fengið og að staðurinn verði áfram opinn í kvöld, líkt og önnur kvöld. Haukur segist búinn að ræða við lögreglu vegna málsins. „Ég geri ráð fyrir að kæra þetta,“ segir hann.
Tengdar fréttir Hendrix lokað í nótt vegna unglingadrykkju Staðnum lokað og reksturinn stöðvaður. 14. maí 2016 10:36 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira