Segja íslenskar verslanir henda sorglega miklu magni matvæla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2016 19:30 Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira