Innlent

Lögregla varar við vírus á Facebook

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla varar notendur við því að ýta á viðvörun sem virðist koma frá Facebook.
Lögregla varar notendur við því að ýta á viðvörun sem virðist koma frá Facebook. Vísir/Getty
Lögreglan varar við sérstakri tilkynningu á Facebook sem notendur síðunnar hér á landi virðast hafa fengið upp á síðkastið. Tilkynnt er um að loka eigi reikningi notandans vegna kvartana, yfir ólöglegum myndum til dæmis.

Þetta er ekki tilkynning frá Facebook heldur er þetta leiðinda vírus sem stelur aðgangsupplýsingum notandans. 

Hér að neðan er tilkynningin frá lögreglunni í heild.

„Fólk er að fá tilkynningu eins og hún sé frá facebook um að það eigi að loka reikningi þeirra af því að þeir séu gallar/kvartanir yfir ólöglegum myndum eða áþekkt. Þetta er phising árás. Þið eruð fyrst send á síðu sem er hýst á facebook en þar er tengill á svindl síðu og þetta er gert til að stela lykilorðum og aðgangi ykkar. 

Ekki bregðast við þessu þetta er ekki frá facebook fyrirtækinu og er gagngert til að stela aðgangi ykkar.

Gerið ekkert eða tilkynnið slíkt til facebook.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×