Tilkynningum um eineltismál á vinnustöðum fjölgar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2016 18:30 vísir/getty Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira