Tilkynningum um eineltismál á vinnustöðum fjölgar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2016 18:30 vísir/getty Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Ríflega tvö hundruð alvarleg eineltismál hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins á rúmum áratug. Yfirlæknir segir málunum hafa farið fjölgandi, hvert mál snerti oft tugi starfsmanna og þolendurnir hrökklist oft úr starfi þar sem sumir þeirra hafa misst heilsuna. Vinnueftirlitið hefur frá árinu 2004 skráð sérstaklega tilkynningar um einelti á vinnustöðum sem borist hafa eftirlitinu. Málin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru alvarleg eineltismál en í sumum tilfellum hefur eineltið staðið yfir í mörg ár. „Frá árinu 2004 eru þetta liðlega 200 mál sem eru búin að koma inn til okkar. Hvert mál, þó að málið fjalli yfirleitt um einn tiltekin einstakling, þá snertir þetta jafnvel mjög marga á hverjum á vinnustað. Þannig að þetta eru kannski tugir manna á hverjum vinnustað sem geta verið undir áhrif af þessu eineltismáli. Þetta eru þessi mál sem eru hvað verst, “segir Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Kristinn segir einelti oft hafa mikil áhrif á þolendur. „Þessi mál eru grafalvarleg. Þannig að þetta fólk sem hrökklast sumir hverjir frá sínum vinnustað og upplifa sig þannig ekki eiga afturkvæmt jafnvel ekki sína starfsgrein,“ segir Kristinn. Hann segir marga þá sem leita til Vinnueftirlitsins hafa orðið veikir eftir að hafa lent í einelti. „Ýmiss konar geðsjúkdómar sem fólk þróar með sér. Kvíði og þunglyndi. Það þróar líka með sér ýmiss konar aðra álags- og streitusjúkdóma hvort sem það er stoðkerfis eða hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Kristinn. Einelti á vinnustöðum verður rætt á morgun. Þá standa Vinnueftirlitið og Velferðarráðuneytið fyrir kynningu Grand hóteli á endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem samþykkt var í lok síðasta árs. „Þetta er vaxandi fjöldi tilkynninga sem er að berast um þessi mál. Það stafar af því að fólk er orðið upplýstara um umræðuna. Fólk er orðið opinskárra um hvernig á að ræða eineltismál,“ segir Kristinn.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira