Stóraukið framboð á leigumarkaði Elsa Lára Arnardóttir skrifar 17. maí 2016 00:00 Ánægjulegt er að segja frá því að mikil uppbygging er framundan á leigumarkaði. Reyndar er um að ræða eina þá mestu uppbyggingu sem verið hefur frá árinu 1965 eða frá því Breiðholtið var byggt. Eitt af fyrstu verkum félags – og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, var að skipa Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Stjórnin hafði það verkefni að koma með tillögur að bættu húsnæðisumhverfi á Íslandi, m.a. hvernig ætti að stuðla að uppbyggingu á leigumarkaði. Verkefnastjórnin skilaði af sér og nú hafa verið lögð fram frumvörp þessa efnis. Eitt þeirra er frumvarp um almennar leiguíbúðir sem felur í sér uppbyggingu á 2300 leiguíbúðum. Búið er að mæla fyrir málinu í annarri umræðu í þinginu og innan skamms verður frumvarpið að lögum. Þessar íbúðir sem hér um ræðir verða byggðar með stofnframlagi ríkis og sveitarfélaga og ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum í tveimur lægstu tekjufimmtungunum. Markmið þessara aðgerða er að leiguverð verði ekki hærra en 20 – 25 % af ráðstöfunartekjum þeirra sem í kerfinu búa. Með þessum aðgerðum er stuðlað að félagslegri blöndun innan kerfisins.Helstu atriðin sem frumvarpið felur í sér eru: - Uppbygging á 2300 leiguíbúðum. - Einstaklingar þurfa að tilheyra tveimur lægstu tekjufimmtungunum þegar flutt er inn í kerfið. Ef laun hækka umfram það þá má búa áfram í kerfinu og borga hóflegt álag á leigu. - Markmið að leigugreiðslur fari ekki yfir 20 – 25% af ráðstöfunartekjum. Þá er miðað við að frumvarp um húsnæðisbætur nái fram að ganga. - 18% stofnframlag frá ríki og 12% frá sveitarfélögum. Stofnframlag sveitarfélaga geta t.d. verið í formi lóða eða afsláttar af gatnagerðagjöldum. - Heimilt að veita 6% viðbótarstofnframlag frá ríki og 4% frá sveitarfélögum vegna íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. - Heimilt að veita 4% viðbótarstofnframlag til leiguíbúða á vegum sveitarfélaga eða til íbúðarhúsnæðis sem er ætlað námsmönnum eða öryrkjum. - Sveitarfélög og fyrirtæki geta tekið sig saman og byggt upp leigufélög.Viltu vera með? Það er Íbúðarlánasjóður sem mun halda utan um stofnframlög ríkisins og meta umsóknir. Ég hvet sveitarfélög um land allt að kynna sér málið, fá upplýsingar og meta hvort þörf er á og eða áhugi á að taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að segja frá því að mikil uppbygging er framundan á leigumarkaði. Reyndar er um að ræða eina þá mestu uppbyggingu sem verið hefur frá árinu 1965 eða frá því Breiðholtið var byggt. Eitt af fyrstu verkum félags – og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, var að skipa Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Stjórnin hafði það verkefni að koma með tillögur að bættu húsnæðisumhverfi á Íslandi, m.a. hvernig ætti að stuðla að uppbyggingu á leigumarkaði. Verkefnastjórnin skilaði af sér og nú hafa verið lögð fram frumvörp þessa efnis. Eitt þeirra er frumvarp um almennar leiguíbúðir sem felur í sér uppbyggingu á 2300 leiguíbúðum. Búið er að mæla fyrir málinu í annarri umræðu í þinginu og innan skamms verður frumvarpið að lögum. Þessar íbúðir sem hér um ræðir verða byggðar með stofnframlagi ríkis og sveitarfélaga og ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum í tveimur lægstu tekjufimmtungunum. Markmið þessara aðgerða er að leiguverð verði ekki hærra en 20 – 25 % af ráðstöfunartekjum þeirra sem í kerfinu búa. Með þessum aðgerðum er stuðlað að félagslegri blöndun innan kerfisins.Helstu atriðin sem frumvarpið felur í sér eru: - Uppbygging á 2300 leiguíbúðum. - Einstaklingar þurfa að tilheyra tveimur lægstu tekjufimmtungunum þegar flutt er inn í kerfið. Ef laun hækka umfram það þá má búa áfram í kerfinu og borga hóflegt álag á leigu. - Markmið að leigugreiðslur fari ekki yfir 20 – 25% af ráðstöfunartekjum. Þá er miðað við að frumvarp um húsnæðisbætur nái fram að ganga. - 18% stofnframlag frá ríki og 12% frá sveitarfélögum. Stofnframlag sveitarfélaga geta t.d. verið í formi lóða eða afsláttar af gatnagerðagjöldum. - Heimilt að veita 6% viðbótarstofnframlag frá ríki og 4% frá sveitarfélögum vegna íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjármögnun á almennum markaði. - Heimilt að veita 4% viðbótarstofnframlag til leiguíbúða á vegum sveitarfélaga eða til íbúðarhúsnæðis sem er ætlað námsmönnum eða öryrkjum. - Sveitarfélög og fyrirtæki geta tekið sig saman og byggt upp leigufélög.Viltu vera með? Það er Íbúðarlánasjóður sem mun halda utan um stofnframlög ríkisins og meta umsóknir. Ég hvet sveitarfélög um land allt að kynna sér málið, fá upplýsingar og meta hvort þörf er á og eða áhugi á að taka þátt.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun