Innlent

Hreindýrahjörð kíkti í heimsókn í bæinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá hreindýrin á Bakkafirði á sunnudaginn.
Hér má sjá hreindýrin á Bakkafirði á sunnudaginn. mynd/skjáskot.
Myndband af hreindýrum sem kíktu við á Bakkafirði á sunnudaginn hefur vakið mikla athygli á Facebook en einn af íbúum bæjarins festi heimsóknina á filmu.

Í seinasta mánuði sagði Vísir frá því þegar annar íbúi í bænum, Gunnlaugur Steinarsson, vaknaði upp með heila hreindýrahjörð í garðinum hjá sér svo það virðist ekki vera óalgengt að þessi tignarlegu dýr kíki við á Bakkafirði.

Gunnlaugur sagði þá að hreindýrin haldi til í nágrenni Bakkafjarðar og upp á heiðum inn í sveit og sæki stundum í nágrenni bæjarins. Algengt sé að þau leiti eftir fæði á knattspyrnuvelli bæjarfélagsins og tjaldsvæði en þó sé sjaldgæft að þau leiti inn í garða hjá bæjarbúum.

Í samtali við RÚV segir Járnbrá að hreindýrin séu orðin ótrúlega róleg. Íbúarnir geti keyrt framhjá þeim, dýrin hlaupi bara nokkra metra og stoppa. Þau séu því ekkert stygg. Járnbrá segir að þetta sé þriðji eða fjórði veturinn sem dýrin komi svona niður í þorpið.

„Krökkunum finnst æðislegt að upplifa það að geta litið út um herbergisgluggann eða gluggann á skólastofunni og séð villt dýralíf.“

Myndbandið sem Járnbrá tók má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×